Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 61
IÐUNN 1
Jón Ólafsson blaðamaður.
55
maður getur tekið sér fyrir hendur. En því æðri,
fegurri, helgari og háleitari sem sú köllun er, því
meiri vandi og ábyrgðarhluti er henni samfara«. Og
ekki segir hann, að það sé hin lagalega ábyrgð, sem
hann tali þannig um, heldur hin siðferðilega. Blaða-
maðurinn »verður að fylgja þeirri stefnu, sem honum
þykir rétt, þannig, að hann sé í öllum atriðum óbif-
anlega samkvæmur sjálfum sér. Hann verður að gera
glöggan mun þess, sem ávalt verður fast og óbifan-
legt að standa, hversu sem á stendur, og hins, sem
að eins er aukaatriði og getur lagast eftir því, sem
á stendur. Hann má aldrei tala þvert um huga sinn,
og eigi láta hræða sig frá sannfæring sinni, því að
hennar má hann aldrei ganga á bak, þótt það gildi
líf hans og mannorð, fé og fjör. Hann má eigi láta
það aftra sér, þótt alþýðuhylli lians liggi við, því
sannleikurinn er meira verður; hann má eigi óttast
það, þótt hann sjái, að sannleiksást hans geri vini
hans að óvinum hans, og eigi óttast óvild manna,
því sannleikurinn er meira verður. Hann má eigi
þegja yfir sannleikanum, eða gera á móti betri vit-
und til að geðjast öðrum, hvort sem þeir eru háir
eða lágir, því sannleikurinn er meira verður. Hvorki
hatur né vinátta manna má hafa nein áhrif á starf
hans í þjónustu sannleikans. — Eðlisfar manna,
þekking og ástand er svo ýmislegt og ófullkomið, að
^iönnum kemur eigi saman ávalt í áliti sínu. En
eins og að eins einn sannur guð er til, svo er og að
eins ein sönn skynsemi, eitt siðferðislögmál, ein rétt-
laetistilfinning, og allir sannir blaðamenn, sem rækja
höllun sína með alúð og einlægni og eigi vilja svíkja
sannleikann, þann helgidóm, sem frelsi og velferð
fóslurjarðar þeirra er undir kominn — þeir munu
^valt finna sameiningarlið í þessum fræum, einkum
1 réttlætistilfinningunni, og því ber þeim þess vel að
g*ta, ef þá greinir á innbyrðis, að þeir eru að leita