Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 62
56
Þorst. Gíslason:
[ IÐUNN
sannleikans, og að það er heimska, illgirnd og for-
dómar, sem þeir eiga að berjast við, en eigi hver
við annars mannorð; gæti þeir þessa og breyti eftir
því, þá gætu þeir sneitt hjá hinum óprúðu deilum,
er svo oft heyrast nú. Þá fyrst, er blaðamaður hefir
sýnt, að hann er óreiðumaður um allan sannleik, þá
fyrst getur það verið eigi að eins leyfilegt, heldur
enda skyldugt, að sýna fram á »persónulega« mis-
bresti hans; en vari sig hver og einn á þvi, að gera
það ófyrirsynju, því að af tvennu illu er betra að
sleppa því, þótt ástæða kynni til að vera, en að gera
það að ósekju ...«
Greinin, sem þessir kaflar eru teknir úr, er hin
fyrsta, að því er ég hefi getað fundið, sem J. ()1.
skrifar í þessum siðferðilega guðmóði. En greinar í
þessum anda skrifaði hann altaf öðru hvoru, skrif-
aði eins og sjálfkjörinn lærifaðir og leiðtogi lýðsins
og stundum eins og strangasti tiftunarmeistari. Það
er önnur hliðin á blaðamensku lians. Hinum megin
er svo glensið og gáskinn, sem alveg stingur í stúf
við guðmóðinn og alvöruna.
Af 3. árg. »Baldurs« komu ekki út nema 4 tölubl.
Það 4. og síðasta kom út 19. marz 1870, daginn fyrir
afmælisdag J. 01., er hann varð tvítugur. í því er ís-
lendingabragur og fylgja söngnótur kvæðinu. Þar segir,
að það sé ort sumarið 1869, þá er stjórnarbótar-
málsfrumvörpin lágu fyrir alþingi. Þetta kvæði varð
banamein »Baldurs«, því málsókn var fyrirskipuð
gegn J. Ól. út af því. Líklega hefir útgáfa blaðsins
þá verið bönnuð, og þetta blað, sem íslendingabragur
var í, átti að gera upptækt. Hefi ég heyrt J. Ól.
segja frá því, að leit var gerð af lögregluþjónunum
heima hjá honum að upplagi tölublaðsins, en það
fanst ekki. Hafði Jón stóran kolakassa í berbergi
sínu og faldi það neðst í honum, en lét kol ofan á,
og nægði þetta til að vernda blaðið, en síðan fór