Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 63
IttUNN]
Jón Ólafsson blaðamaöur.
57
það út um land. Má af þessu sjá, að upplag tölubl.
hefir ekki verið stórt. J. Ól. bjó þá í húsi Jakobs
Sveinssonar, neðan við Lækinn, þar sem Árni rakari
er nú. Lögregluþjónar hér í bænum voru þá þeir
Jón Borgfirðingur og Árni Gíslason leturgrafari, og
voru það þeir, sem leitina gerðu hjá J. Ól. En báðir
voru þeir J. Ól. velviljaðir og munu hafa farið svo
vægt í sakirnar, sem þeir sáu sér fært.
Meðan á málsókninni stóð út af íslendingabrag
fór Jón til Noregs og dvaldi um hríð í Bergen.
Bjornstjerne Bjornson skáld var þá ritstjóri í Bergen
og kyntist J. Ól. honum þar og hafði jafnan síðan
miklar mætur á honum. Hann hafði áður snúið á
íslen/.ku að minsta kosti einni af smærri sögum
hans, og síðan sneri liann íleirutn af þeiin, og einnig
kvæðum eftir Bjornson, og lét honura það vel. Hefir
J. ÓJ. án efa fiaft gott af dvöl sinni í Noregi og
þroskast við hana, með því að hann var þá svo
Ungur og hugur hans opinn fyrir áhrifum. Eitthvað
skrifaði liann þá í norsli hlöð um íslenzk stjórnmál,
því Benedikt Gröndal segir í ritgerð í »Gefn«, sem
utn þetta leyti kom út í Khöfn, að hann sitji í
Bergen og »ljúgi Norðmenn fulla«. En mál Jóns
gengu, meðan þessu fór fram, leið sína fyrir dóm-
stólunum hér heima, og var hann sýknaður í lands-
yfirdóini. Hefi ég heyrt að Magnús Stephensen, síðar
landshöfðingi, sem þá var nýkominn í yfirdóminn,
hafi ráðið þessu, með því ^ð hann sagði, að ekki
v*ri hægt að meiða i orðum heila þjóð, svo að við
lög varðaði, en sakarefnin voru ummælin í kvæð-
inu um Dani. En þegar þessi málalok voru fengin,
kom J. Ól. heim aftur.
Nokkru síðar fór hann að gefa út nýlt blað hér
1 Beykjavík, sem »Gönguhrólfur« hét. 1. tölubl. hans
hom út 24. des. 1872. í ávarpi frá ritstjóranum segir,
að almenningur hér þykist finna þörf á nýju blaði,