Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 64
58
Þorst. Gíslason:
1IÐUNN
sem betur sé úr garði gert en þau blöð, sem fyrir
séu. Þar standa síðan þessar línur, sem eru all-ein-
kennilegar: »íslendingar, landar mínir! Ég þarf ekki
að lýsa mér fyrir yður. Þér þekkið mig, sem á í æð-
um eldingaheitan logastraum. Þér þekkið allir skáldið,
sem kvað íslendingabrag, — og ég veit, að ef þér
viljið eiga nýtt blað, þá er yður það ekki ókærra
frá minni bendi en annara.« Síðar segir: »Blað þetta
er ekki stofnað til að skamma neinn af óvild, eða
skjalla neinn af eigingirni; en það er tilgangur minn
að segja sannleikann, nær sem þörf gerist, hver sem
í hiut á og hvort sem hlutaðeigendum líkar betur
eða ver. Eg ætla ekki að berjast gegn vissum mönn-
um eða neinni stétt manna; en ég ætla að berjast
við ófrelsi, ranglæti, heimsku og fáfræði.« Og enn
segir þar: »AUur heimurinn er nú á þeirri stefnu, að
alt hið gamla fyrirkomulag og hugsunarháttur er að
kollsteypast. Hin núverandi bygging er hrynjandi
hús og hrapandi llug. En á rústum þess gamla rís
ný bygging, og það erum vér, borgarar heimsins,
og vorir niðjar, sem eigum að ryðja rústirnar og
reisa hið nýja hús.« Á eftir fer kvæðið: »Nú eru
tíðar eiktamót, nú drynur hins útlifaða líma hinsta
kvein«. Og i »Gönguhrólfi« þar á eftir er margt af
kvæðum J. Ól. prentað i fyrsta sinn. En 2. tölubl.
blaðsins kom ekki út fyr en 1. febr. 1873. Og ekki
entist »Gönguhrólfi« líf lengur en fram á vorið 1873,
komu út af honum alls 12 tbl. Landshöfðingja-
hneykslið svo nefnda varð honum að bana. Frá því
er svo sagt í »Gönguhrólfi«: «... 1. apríl hljóp hinn
nýi landshöfðingi af stokkunum, sem stjórnin hefir
verið að timbra saman i hvíta lirófinu uppi á Arnar-
hóli, gamla tuklhúsinu, — sem sagt: Hinn nýi lands-
höfðingi hljóp apríl inn í íslands stjórn og þótti
flestum hann þar fagnaðarlaus kumpán, bæði sakir
þess, að menn una illa landshöfðingjadæminu, eins