Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 65
IÐUNN1
Jón Ólafsson blaðamaður.
59
og það er í alla staði undir komið, og bætir það
eigi til, er það var skipað svo óvinsælum og illa
þokkuðum manni, sem Hilmar Finsen vitanlega er
— með réttu eða röngu, það kemur ekki hér við
fréltasögn vorri. — Árla morguns þennan dag sást
svart flagg á flaggstöng landshöfðingja; var þar á
letur ritað og stóðu stafirnir á höfði: »Niður með lands-
höfðingjann«. Plakötum var þá slegið upp víðsvegar
um bæinn með sömu áskrift og eins frá gengið ...«
Eftir þvi, sem sögurnar segja, var það dauður hrafn,
sem dreginn hafði verið upp á flaggstöng lands-
höfðingja, og var J. Ól. ekkert við það verk riðinn,
heldur nokkrir ungir menn aðrir á hans reki, úr
flokki mentamanna. En sökin lenti á honum, af því
að liann tók í þetta í blaði sínu eins og sýnt er hér
á undan. Út af því höfðaði Hilmar Finsen mál á
móli honum, og má sjá það í »Gönguhrólfi«, að
mikill mótblástur hefir verið móti landshöfðingja og
stiftsyfirvöldunum i hópi yngri mentamanna við
skólahátíðarhald um vorið, en skólahátíðin var
haldin á fæðingardegi konungs 8. apríl. Óvildin gegn
stofnun landshöfðingjaemhættisins var almenn, og
einn þáttur stjórnmálabaráttunnar hér þá, því lands-
höfðingjaembættið fylgdi lögunum um stöðu íslands
* rikinu, sem íslendingar mótmæltu undir forustu
Jóns Sigurðssonar. í »Gönguhrólfi« frá 26. apríl
segir: »Hvaðan er landsliöfðingjahneykslið komið?
Svar: frá stjórninni. Sönnun: hefði stjórnin ekki
skrúfað upp á okkur þessum landshöfðingja, þá, —
J3, þá hefði hér ekkert landshöfðingjahneyksli komið.
En nú er það skeð. Gamlir og ungir rófuveifandi
embættislúðrarar, þessi hin dyggu dýrin, henda
^þénustusamlegaö á lofti livern þann hráka, er frarn
gengur af liinnar hneyksluðu tignar munni út yfir
Þá, er hneyksluninni hafa valdið, allir oddborgarar
bæjarins eru orðnir spönn lengri milli nefs og höku