Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 66
60
Þorst. Gíslason:
[ IÐUNN
af »réttúðugri forundran« og fregnin um þetta flýgur
eins og eldur í sinu út um allar sveilir ..,« Þetta og
því líkt orðbragð þoldu yfirvöldin ekki á þeim dög-
um, og átti að taka J. Ól. fastan út af meiðyrðum
hans um landshöfðingja. En hann forðaði sér þá á
flótta vestur til Ameríku, með stuðningi vina sinna.
Dvaldi hann þá nálægt tveimur árum vestan hafs
og fór landkönnunarferð fyrir Bandarikjastjórn vestur
til Alaska. Hann kom heim hingað aftur vorið 1875.
Þessi fyrsti kafli af starfsævi J. Ól. í blaðamensk-
unni, sem hér hefir verið litið yfir, fram til 25 ára
aldurs hans, er óvenjulega tíðindaríkur. J. Ól. er um
tvítugt orðinn þjóðkunnur maður. Tíminn, sem þá
er að líða, er lokatímabil langvinnrar stjórnmála-
baráttu, sem hafði harðnað meir og meir, hafði æst
hugi manna alment, en líka þreytt þá, og endaði
með stöðulaga-valdboðinu 1873 og stjórnarskrárgjöf-
inni 1874, sem ekki fullnægði kröfum Jóns Sigurðs-
sonar, þótt stórt spor væri stigið í þá áttina, og hann
gerði sér það að góðu, án þess að hann væri þó
ánægður með það. J. ÓI. skipaði sér undir merki
Jóns Sigurðssonar, fylgdi leiðsögn hans og trúði á
málstað hans. »Þótt falli ekki í skóinn þinn fóturinn
vor, vér fetum hver upp á sinn máta þín spor«,
segir i kvæði eftir J. Öl. um Jón Sigurðsson frá
þessum tima. Ættjarðarást J. Ól. var sterk og til-
finningarnar heitar. Eiríkur prófessor Briem segir í
»Minningarorðum« um J. Ól. (»Iðunn« II., 1—2)
að á æskuárum hans hafi fjörið verið svo mikið, að
hann hafi stundum eigi fengið við það ráðið. Eng-
inn efi er á því, að greinar hans og kvæði frá þess-
um árum hafa haft álirif á hugi margra manna,
enda segist E. Br. vita dæmi þess, að menn, sem
annars hafi látið sig stjórnmáladeilur lillu skifta,
hafi aldrei gengið fram hjá greinum eflir J. Ól. án
þess að lesa þær. Og hann segir það ætlun sína, að