Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 67
IÖUNN]
Jón Ólafsson blaðamaður.
C1
J. Ól. haf! »oftar en einu sinni haft þau áhrif á
þjóð vora, er úrslitum réðu í þýðingarmestu málum«,
og þótt þau orð muni eiga fremur við um þjóðmála-
afskifti J. Ól. síðar meir, þá mun einnig mega heim-
færa þau til æskuára hans að því leyti, að margir
munu þegar í stað hafa lesið það með forvitni, sem
hann skrifaði. Greinar hans hafa frá upphafi haft
það til að bera, að menn lásu þær, ef ekki til að
leita þar styrktar skoðunum sínum, eða til að skemta
sér, þá til þess að láta þær hneyksla sig og blöskrast
yfir þeim. Annars þroskuðust skoðanir J. Ól. snemma,
enda rak hann sig snemma á og fékk meiri lífs-
reynslu en títt er um menn á hans reki. Þrátt fyrir
gönuskeiðin var hann í eðli sinu athugull maður,
alveg laus við einstrengingshátt í skoðunum, en
hneigður til þess að lita á mál þau, sem hann fékst
við, frá öllum hliðum. Danahatrið, sem fram kemur
hjá honum í »íslendingabrag«, var hugsanaferill, sem
hann komst skjótlega yfir. Þegar á næstu árunum á
eftir, er hann hafði um hríð dvalið erlendis, fer hann
að halda því fram, að verkleg framtakssemi sé viss-
asti vegurinn til sjálfstæðis, og íslendingar geti beitt
sér á þvi sviði miklu betur en þeir geri, hvað sem
^ÖanskurinnK þar um segi, en stjórnmálafrelsið sé
meðalið til þess að verða í sem fylstum mæli að-
njótandi þeirra gæða, sem skapa megi með verk-
legum framkvæindum. Þetta þroskist jafnhliða, og
sðalböl okkar sé það, hvað langt við séum orðnir
aftur úr öðrum í verklegum framkvæmdum. Þessi
Þugsun er t. d. í kvæðinu: »Ó, landar, þér talið um
^úgun og kvöl«. Eitt erindið þar er svona:
»Er islenzku kaupförin sigla um sjá
og sjálfir vér kraftanna neytum,
pá hlæjum að kúgun! — því liver gelur þá
oss hamlað, að skipinu beitum.«