Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 68
62
Porst. Gíslason:
IIÐUNN
En honum finst deyfðin óþolandi í landinu, finst
nauðsynlegt að stjaka við mönnum til þess að koma
lífi í þá, og svo verða ráðandi mennirnir, æðstu
embættismennirnir, einkum fyrir höggunum. Alt
hugsanaliíið og ástandið þarf að breytast, öllu að
bylta um, og þessir menn eru í hans augum fyrst
og fremst »fauskarnir«, sem þarf að brjóta og kasta
á bálið. Hann lítur á bjarmann frá eldgosinu 1873
eins og Ijómandi skart, sem Fjallkonan sé nú að
klæðast í, og segir um gosið:
»Hér er hjartanu hætt við að frjósa —
hér þarf sannarlegt eldfjall að gjósa.«
Þetta er hugsun hinnar heilbrigðu æsku, meira
eða minna á öllum tímum, en á þessum tíma er J.
Ól. merkisberi hennar bjá okkur.
II.
Tæpum tveimur árum eftir að J. Ól. kom heim
frá Ameríku byrjar hann enn á blaðamensku, og nú
á Eskifirði eystra. Hann fékk þangað prentsmiðju og
byrjaði þar útgáfu á blaðinu »Skuld« vorið 1877.
Fyrsta tölubl. kom út 8. maí. Mun prentsmiðjan hafa
verið fengin frá Kaupmannahöfn og fylgdi henni
danskur prentari, sem vann við hana og stjórnaði
henni. Hygg ég að Páll Ólafsson, bróðir Jóns, þá
umboðsmaður á Hallfreðarstöðum, hafi í fyrstu stutt
hann til þess að koma upp prentsmiðjunni, og ef til
vill fleiri Austfirðingar, er talið hafi þarílegt að koma
fótum undir blað i þeim landsfjórðungi, en »Skuld«
er fyrsta blaðið, sem út er gefið á Austfjörðum.
Prentsmiðjan var handpressa og lenti siðar til Seyð-
isfjarðar, er »Austri« hinn eldri fór að koma þar út
1883, og seinna var »Bjarki« prentaður í henni frá
1896 til haustsins 1901.