Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 69
IÐUNN]
Jón Ólafsson blaðamaður.
63
»Skuld« var með stærstu blöðum, sem þá komu
út hér á landi, og mun hafa náð allmikilli útbreiðslu.
Þótti hún á þeim árum fjölbreytt og skemtilegt blað.
J. Ól. hefir skrifað þar um ýmisleg mál, sem þá
lágu fyrir til umræðu, dæmt um nýjar bækur, sem
út ,komu, o. s. frv. Meðal þeirra manna, sem mest
skrifa í blaðið, auk ritstjórans, er séra Magnús Jóns-
son, þá á Skorrastað í Norðfirði, og eru bindindis-
hugvekjur hans oft aðalgreinar blaðsins, en með
þeim greinum mun fyrst vera hrundið á stað opin-
berum blaðaumræðum um bindindismálið og menn
alment vaktir til umhugsunar um það. Á þessum ár-
um er hlé á stjórnmáladeilunum, því endurskoðunar-
baráttan er þá ekki byrjuð. J. Ól. tekur í »Skuld«
svari Hilmars Finsens landshöfðingja gegn árás, sem
fram kemur í »Morgunblaðinu« danska, i bréfum frá
Reykjavík, og hrósar honum þar, enda talaði hann
jafnan á síðari árum vel um Hilmar Finsen. í frí-
kirkjuhreyfing þeirri, sem reis upp í Reyðarfirðinum
á þessum árum, mun J. Ól. og »Skuld« hafa átt
töluverðan þátt, en það, sem kom hreyfingunni á
stað, var, að söfnuður Hólmaprestakalls fékk ekki
þann prest, sem hann æskti eftir, og myndaðist þar
síðan fyrsli fríkirkjusöfnuðurinn hér á landi. Vakti
sú hreyfing, meðan hún var ný, mikið umtal og
mikla eftirtekt, og var misjafnlega dæmd, en J. Ól.
studdi hana í blaði sinu. Nokkuð átti hann í rit-
^eilum, meðan hann var á Eskifirði, og varð einna
Þvössust viðureign hans við dr. Grím Thomsen, sem
Þá var um tíma ritstjóri »ísafoldar«, en deilur þeirra
Þófust út af þvi, að Grímur hreytti ónotum að Jóni,
er Sunnmýlingar kusu hann á þing 1880. Greri aldrei
heilt milli þeirra eftir þær deilur, þótt þeir væru
Slðan saman á þingi og störfuðu einnig nokkuð
Saman utan þess.
Vorið 1881 lluttist J. Ól. til Reykjavikur. Undan-