Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 71
IÐunn 1 Jón Ólafsson blaðamaður, 65
tíma. En mér virðist svo sem hann haíi sint honum
minna en eldri blöðum sínum, eða minna lagt sig
fram til þess að skrifa í hann sjálfur. Af öðrum rit-
Verkum minnist ég ritgerðar eftir hann urn
bankamál í »Andvara«, um það leyti sem verið var
að ræða um að koma Landsbankanum á stofn, og
svo var hann þá meðútgefandi tímaritsins »Iðunnar«,
og er þar i eitthvað af þýðingum eftir hann, svo sem
af »Sigrúnu á Sunnuhvoli«, eftir Bjornson, smásaga
eftir Alex. Kjelland, »Tveir vinir«, og ef til vill eitt-
hvað fleira. Ýmisleg störf tóku tíma J. Ól. á þessum
árum, og meðal annara störf fyrir Góðtemplarafélagið.
Hann vann mikið fyrir það á fyrstu árum þess hér
i bænum, og fyrir hans atfylgi var það einkum, að
félagið kom hér upp samkomuhúsi því, sem það á
hér enn í dag. Við leikfélag, sem hér slarfaði á ár-
Unum eftir 1880, hafði hann líka verið mikið riðinn,
og var einn af leikendum þess.
Fjárhagur Jóns mun jafnan á þessum árum hafa
verið fremur þröngur, en þó eigi þrengri en svo, að
hann mun jafnan hafa haft nóg fyrir sig að leggja.
Eg kyntist honum fyrst á árunum 1887—90, fyrri
árum mínum í Latínuskólanum, og var þá til húsa
hjá honum. Heimilislíf hans var gott. Hann var hið
niesta prúðmenni i framgöngu og jafnan glaður í
viðmóti, og kona hans ágætiskona. — I kveðjusam-
sæti, sem lionum var haldið hér í bænum áður en
hann fór vestur, minnist ég þess frá blöðunum þá,
að þeir Björn Jónsson ritstjóri og Geslur Pálsson
skáld töluðu m. a. fyrir minni hans. Talaði Björn
einkum um landsmálastarfsemi hans og taldi illa
farið, að ísland fengi ekki að njóta starfskrafta hans
á þroskaðri hluta æviskeiðsins. En G. P. mintist
einkum á bókmentastarfsemi lians, kvað hann braut-
ryðjanda á bókmentasviðinu, þar sem hann hefði
án áhrifa annarsstaðar frá og einna fyrstur manna
Iðunn V. 5