Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 74
68
Porst. Gíslason:
( IÐL'NN
í tvo andstæða ílokka. »ísafold« varð aðalmálgagn
Valtýsílokksins, en wÞjóðólfurw liins, er síðar fékk
nafnið Heimastjórnarflokkur. Kom nú til orða, að
Vídalínsmennirnir keyptu blaðið »ísland«, sem ég
gaf þá út. Jón heitinn frá Múla færði það fyrstur í
tal við mig, en kugsunin var, að við Jón Ólafsson
yrðum báðir rilstjórar þess. Eg var fús til þess að
láta blaðið, því ég sá þá þegar, að mér mundi veit-
ast erfitt að halda þvi út. En hvernig á því stóð,
að hilt varð ofan á í þinglokin, að stofna nýtt blað,
veit ég ekki. Hygg ég, að Jón Ólafsson haíi helst
ráðið því, að sú leið var farin. Blaðið, sem stofnað
var, hét »Nýja öldin«, og varð Jón ritstjóri þess, en
umboðsmaður útgefenda hér var Jón Jacobson lands-
bókavörður. Var þetta óhyggilegar ráðið en hitt, því
»ísland« hafði náð allmikilli útbreiðslu, sem á mátti
byggja, en nú fór svo, að bæði það og »Nýja öldin«
urðu skammlíf. Jón fór til Englands sumarið 1898,
keypli prentsmiðju og rak hana um tíma, en seldi
síðan D. Östlund trúboða. Sú prentsmiðja er nú á
Eyrarbakka. Þegar »Nýja öldin« lagðist niður, hvarf
Jón frá blaðamensku um hríð og fékk starf við skrá-
setningu á Landsbókasafninu.
Síðasti og lengsti þátturinn í blaðamensku Jóns er
starf hans við blaðið »Reykjavík«. Þorvarður Por-
varðsson prentsmiðjustjóri stofnaði það blað, og Jón
skrifaði nokkuð í það frá fyrstu. Síðan keypti Kaup-
mannafélagið hér blaðið, og Jón varð ritstjóri þess.
Það var þá frétta- og auglýsingablað. En eftir stjórn-
arskiftin í ársbyrjun 1904 varð »Reykjavík« sljórn-
málablað, og síðan fengu nokkrir menn í Heima-
stjórnarflokknum eignarhald á því. Mönnum er það
enn í fersku minni, hve ötullega Jón barðist fyrir
stefnu H. Hafsteins og Heimastjórnarflokksins á fyrstu
árunum, eftir að við fengum innlenda stjórn, svo sem
í ritsímamálinu, er þá varð fyrsta stóra deilumálið.