Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 75
IÐUNN]
Jón Ólafsson blaöamaður.
69
Skeytum mótstöðumannanna var þá einnig mjög
beint að honum, bæði í blöðunum og á alþingi.
Hann var konungkjörinn þingmaður á alþingi 1905,
en sagði því af sér í þingloldn vegna ágreinings um
smávægilegt atriði innan þingílokksins, eða nokkurs
^luta hans, er hann tók sér óskiljanlega nærri, en
það var skipun nefndar lil þess að hafa umsjón með
byggingu Landsbókasafnshússins á Arnarhóli. Vildi
Jón vera í þeirri nefnd og mun hafa talið sig sjálf-
kjörinn í hana sökum þekkingar þeirrar, sem hann
hafði fengið á fyrirkomulagi hókasafna í Bandaríkj-
bnum vestan hafs. En kjörið lenti á öðrum. Var hér
þó ekki eftir launum að slægjast, því nefndin átti
nð vinna kauplaust. Vera má, að einhver fleiri drög
haii legið til þess, að hann afsalaði sér þingmensk-
nnni, en þetta atriði reið baggamuninn. Og víst er
nm það, að þingmenskuafsögnin kom flatt upp á
nienn, bæði flokksmenn Jóns og mótflokksmenn, og
var mikið um hana talað.
Á þessum árum náði »Reykjavík« mikilli útbreiðslu
°g hafði án efa mikil áhrif. Sljórnarandstæðingar
sóttu fast fram, á einu leitinu Björn heitinn Jónsson
°g hans menn, en á öðru Landvarnarmenn, en Jón
var sá maðurinn, sem harðasl skaut á móti, og varð
blaðabardaginn hlífðarlaus á báða bóga. í stjórnar-
^okknum voru menn ekki einliuga um það, hve af-
larasæl honum væri harátta Jóns fyrir málstað hans,
°g þeir, sem óánægðir voru með eldri blöð ílokks-
'bs, »Þjóðólf« og »Reykjavík«, stofnuðu þá nýtt blað,
»Lögréttu«, og var það afráðið i þinglok 1905. Á
eúin viðburð frá þingtímanum 1905 verður sérstak-
Iega að minnast, en það er »Bændafundurinn« svo
^allaði í Reykjavík, sem stefnt var saman af stjórn-
arandstöðuflokknum til þess að mótmæla hinni fyrir-
hnguðu símalagningu, jafnframt því sem undirskrifta-
skjöl voru látin ganga um flest héruð landsins til