Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 76
70
Porst. Gíslason:
[ IÐUNN
mótmæla því fyrirtæki. Þetta fundarhald er ein hin
fáránlegasta vitleysa, sem fyrir hefir komið í stjórn-
málasögu landsins á siðari tímum. Fundurinn átti
að ógna þinginu og hræða það, svo að það þyrði
ekki að samþykkja símalögin. Nefnd var send á
fund ráðherrans og skorað á hann, að kippa málinu
til baka. Og er það fékst ekki, fylktu fundarmenn
liði frammi fyrir þinghúsinu, sungu »íslendingabrag«
og fleiri styrjaldarsöngva, og ógnuðu þeim þing-
mönnum, sem málinu voru fylgjandi, með atför. IJr
henni varð þó ekkert, og fundurinn varð árangurs-
laus með öllu. En skoðanir voru mismunandi um
það hjá hinum ráðandi mönnum í stjórnarflokknum,
hvernig ælti að taka þessu. Sumir sögðu, að breiða
ætti sem mest yfir villeysuna og gera sem ininst úr
henni, styggja sem minst þá menn, sem orðið höfðu
leiksoppar í liöndum mólflokksforingjanna, og láta
sér nægja það, að hafa í reyndinni tillögur þeirra
að engu. Um þetta var nokkuð rætt þá manna í
milli. En Jón var ekki á þeirri skoðun. Hann skrif-
aði um fundarhaldið langa, fyndna og skemtilega
háðgrein í »Reykjavík«, gerði forsprakkana hlægi-
lega, tók þá fyrir hvern út af fyrir sig, fletti ofan af
vitleysunni og hæddi þá hlífðarlaust. »Fólkið úti um
landið, sem með okkur er og heíir verið á móti
ferðalaginu suður, verður að hafa eitthvað til að
smyrja á þá, þegar þeir koma heim«, sagði Jón,
»og það dugar ekki að láta þá vera eina til frásagnar
um fundarhaldið«. Mólflokksblöð stjónarinnar æptu
háslöfum út af ineðferðinni í stjórnarblaðinu á þeim
valinkunnu mönnum, sem fundinn höfðu sólt. En
greinin hafði þau áhrif, sem til var ætlast af höf-
undinum. Hún var alstaðar lesin, og liennar skoðun
á fundarhaldinu varð bráðlega almennings-skoðun.
Fundurinn varð alment athlægi og öllum til skap-
raunar, sem að honum höfðu staðið. Meðan verið