Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 77
IfiUNN]
Jón Ólafsson blaðamaður.
71
var að bera »Reykjavíkina« þá út um bæinn og
menn voru sem óðast að lesa hana á götunum,
bian ég það, að Jón gekk fram hjá nokkrum menta-
Oiönnum, sem stóðu saman og höfðu verið að lesa
blaðið. »Nú, þetta er þá eftir af honum enn þá«,
sagði einn, og leil á eftir Jóni niður götuna, en það
Var maður úr andstæðingallokki hans, og var samt
auðheyrt, að honum fanst Jón vera þeim mátulegur
í þetta skiftið. En sundurlyndi var komið upp innan
stjórnarllokksins, eins og áður er vikið að, og met-
ingur um, hverjir ráðin skyldu hafa þar, og kom
þetta ekki sízt út af afstöðu blaðanna innan Ilokks-
ins. Regar »Lögrétta« var stofnuð, í ársbyrjun 1906,
Varð Jón gramur þeim mönnum, sem fyrir því höfðu
gengist, og gat þá ekki á sér setið, en lét þá gremju
oft koma fram í »Reykjavíkinni«. Nokkru síðar
leiddi sundurlyndið til þess, að elzta blað flokksins,
^þjóðólfurw, skildist frá honum. Var Jón einna ákaf-
astur manna í því, að fá ritstjóra »Þjóðólfs« hrundið
úr flokknum fyrir ágreining um meðferð sjálfstæðis-
oaálsins, sem í raun og veru var þó smávægilegur.
Einnig varð þetta sundurlyndi til þess, að Jón hvarf
frá ritstjórn »Reykjavíkur« í árslok 1907. En óheppi-
legt var það fyrir flokkinn, að hann skyldi einmitt
þá hverfa út úr blaðamenskunni, því næsta sumar
kom baráttan um sambandslagafrumvarpið. Jón var
þvi mjög fylgjandi og skrifaði meðmælagrein með
því í »Lögréttu«. Var þá og lengi síðan gott sam-
komulag milli hans og hennar. Hann bauð sig þá
kam til þings í Suður-Múlasýslu og náði kosningu.
En þá hefði hann átt að hafa blað í höndum.
Heimastjórnarflokkurinn beið, svo sem kunnugt er,
^oikinn ósigur í kosningunum 1908, og skömmu eftir
óramótin næstu tóku Sjálfstæðismenn við völdum,
^ón tók þá aftur við ritstjórn »Reykjavíkur« og hélt
benni fram til ársloka 1913. Þau árin, einkum 1909