Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 79
IfiUNN|
Jón Ólafsson blaðaniaöur.
73
sjálfsögðu á þeim nær 50 árum, sem liðu frá því er
hann fyrst fór að fást við blaðamensku og þangað
til hann hætti henni. Honum hefði án efa verið það
mikil og óblandin ánægja, að mega lifa þau úrslit
þessa máls, sem nú eru nýfengin. — Um viðskifta-
mál hefir hann allmikið skrifað, og var einn af for-
mælendum að stofnun beggja bankanna hér. Áður
er þess getið, að þegar stofnun Landsbankans var á
leiðinni, skrifaði hann í »Andvara« um bankamál,
fin síðan átti hann í hvössum deilum við Eirík
meistara Magnússon, frænda sinn, út af fyrirkomu-
lagi seðlaútgáfu bankans. Um þetta mál skrifaði hann
harðorða grein til E. M. skömmu eftir að liann kom
til Vesturheims, og var »ísafold« sektuð fyrir að birta
kafla úr henni. Pegar íslands banki var stofnaður,
lagðist hann mjög móti þeim kenningum, sem haldið
var á lofti af sumum um hættu af því, að fá útlent
tjármagn til starfsemi í landinu. Hann lét sér mjög
ant um stofnun Verzlunarskólans hér í Reykjavík,
kendi þar nokkur ár og var um tíma forstöðumaður
skólans. 1909 kom út eftir hann kenslubók í við-
skiftafræði, sem skólanum var ætluð. — Þá voru og
bókmentamál jafnan áhugamál Jóns, og ritdóma
skrifaði hann mikið. Hann hefir og skrifað ritgerðir
u*n ýms islenzk skáld, sem fylgja útgáfum af kvæð-
um þeirra, svo sem Kristján Jónsson, Pál Ólafsson
°8 Gísla Thorarensen, og fyrirlestur um Jónas Hall-
Srírnsson er til eftir hann í »Nýju öldinni«. Á síð-
Ustu árum lét hann sér annast um að vanda um
^nálfæri á bókum. Hann hafði á skólaárum sínum
gefið sig mikið að íslenzkunámi, og hafði einkum
Gísli Magnússon kennari vakið áhuga hans á því. Á
siðustu árum hneigðist aftur hugur hans aliur að
Þessu, er hann fór að fást við orðabókarsamninguna.
sjálfsögðu vantaði hann fullkomna vísindalega
niálfræðisþekkingu. En hann hafði mjög næman