Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 80
74
Þ. G.: Jón Ólafsson blaðamaður.
| IÐUNN
smekk fj'rir fegurð máls, og í kunnáttu í íslenzku
fór honum stöðugt fram. Hann var orðinn of gamall,
er hann fékk það starf í hendur, sem hann gaf sig
allan við síðustu árin. Kenslubók í íslenzku kom út
eftir hann 1911 og heitir »Móðurmálsbókin«. —
Skoðanafrelsi í trúmálum er og eitt af því, sem Jón
hélt á lofti og skrifaði töluvert um á einu skeiði æv-
innar. Frá veru sinni í Ameríku aðhyltist hann trú-
málaskoðanir Unítara og hélt þeim jafnan síðan.
Jón var fljótur að kynnast hverju máli, sem hann
liallaði sér að, og rökvís og fimur málsvari þeirra
skoðana, sem hann aðhyltist. Honum var óvenjulega
sýnt um að gera alt, sem hann skrifaði um, öllum
ljóst og auðskilið. Og oft voru greinar hans skemti-
legar, fullar af fyndni og gamansemi, og stundum af
gáska, sem ýmsum þótti nóg um, og breyttist hann
að þessu leyti lítið með aldrinum. Ádeilugreinar hans
voru oft hvassorðar og hann óhlífinn í garð mót-
stöðumanna sinna, enda var og oft óvægilega að
honum vegið. En sjaldan bar hann til lengdar óvild-
arhug til þeirra manna, sem hann hafði átt í deilurn
við, en var fús til að sættast við þá og láta alt vera
gleymt, sem milli hafði farið meðan á deilunum stóð.
í byrjun þessarar greinar var bent til þess, hve
miklar breytingar hefðu orðið á hugsunarhætti manna
frá þvi, er Jón Ólafsson byrjaði liér blaðamensku,
og þangað til hann féll í valinn. En sjálfur er hann
einn þeirra manna, sem gengið hafa fremst í fylk-
ingu til þess að koma þeim breytingum á, eyða
þröngsýni og hleypidómum, brjóta leið nýjum skoð-
unum og víkka sjóndeildarhringinn.