Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 81
IÐUnn]
Strandvarnir.
Það hefir verið bent á það nú hvað eftir annað í
blöðunum síðustu árin, að strandvarnir vorar væru
°rðnar algerlega ónógar. Erlendir botnvörpungar og
fiskiskip gerðu svo mikinn usla bæði á veiðarfærum
Wanna og fiskigrunnum innan Iandhelgi hér við land,
að ekki væri lengur við það unandi. Varðskipið
fianska kæmist að vonum ekki yfir svo mikið ílæmi,
sem strandlengjan hér við land væri, og því jtöí
eitthvað að gera, ekki sízt nú, er landið væri orðið
fullvalda og bæri skyldu til þess gagnvart öðrum
Þjóðum að verja landhelgi sina, ef það vildi, að
landhelgisrétturinn væri að nokkru virtur.
Hér er úr vöndu að ráða og mikið í húfi, ef ekk-
eH er að gert. Bent hefir verið á tvær leiðir, aðra
þá, að fá stórveldi þau, er lielzt stunda veiðar hér
við land, til þess sjálf að gæta skipa sinna, og aðra
Þá, að landið sjálft komi sér upp varðskipi og fái
fi d. enskan flotaforingja til að stjórna því. Hvor-
fveggja þessara leiða virðast mér alhugaverðar. Þriðja
fifiagan hefir komið fram nú á síðkastið, að koma
^pp björgunarskipum og nota þau til strandvarna
Jafnframt. En það minnir mig aftur á gamla uppá-
stungu, er próf. Hægstad kom fram með í viðtali
við mig, er hann var staddur hér um árið.
— Þið viljið verða sjálfstæðir — sagði hann — en
g^etið þess ekki, að ykkur vanlar enn helzlu skilyrðin
fil þessa. Þið getið t. d. ekki gætt landhelgi ykkar
svo í lagi sé, og j'kkur bæri þó að alþjóðalögum
ófvirætt skjddu til þessa, ef þið yrðuð fullvalda.
^kkur er farið líkt og okkur Norðmönnum 1895, er