Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 82
76
A. H. B.:
| ItíUNN
við vorum komnir á fremsta hlunn með að slíta
sambandinu við Svíaríki. Petta var sama sem afráðið
13. ágúst 1895, en þá tilkynti fjármálaráðherrann, er
hann var spurður, að ekki væri eyris-virði, að heitið
gæti, í fjárhirzlunni, og hermálaráðherrann, að allar
hervarnir væru í ólagi. Við settumst aftur og sár-
skömmuðumst okkar fyrir vitleysuna, sem við ætl-
uðum að fara að gera okkur seka í. En við mund-
um daginn og tókum að búa okkur betur undir. Og
10 árum siðar, þann 13. ágúst 1905 var sambandinu
slitið. —
Svo mörg voru þau orð. — En — varð mér að
spyrja — hvað kemur þetta okkur við? — Jú, þið
eruð nú farnir að heimta skilnað, en eruð al-óundir-
búnir skilnaðinn, ef hann nær fram að ganga.
Hvernig ætlið þið t. d. að fara að verja landhelgi
ykkar? —
— Ja, hvernig? — Það veit ég ekki. —
— Nei, einmitt það. — Og þótt Danir héldu áfram
að verja hana með þessu eina varðskipi, sem þeir
hafa hér, og meiru getið þið naumast ætlast til af
þeim, þá mun það reynast allsendis ónógt, eins og
líka þegar er komið á daginn. —
— Ja, hvernig eigum við þá að fara að? —
— Eg vildi ráða ykkur til að fara að eins og
Skotar hafa gert, og það með ágætum árangri, en
það er að hafa »maskeraða« botnvörpunga til land-
helgisvarna. —
— Hvernig þá? —
— Jú, landið kaupir eða tekur í sína þjónustu
botnvörpunga, einn eða fleiri, vopnar þá og fær á
þá herlærðan mann til yfirstjórnar, þegar til þarf að
taka til strandgæzlu. Þessir »grímuklæddu« botn-
vörpungar eru lang viðsjálustu og því beztu slrand-
varnarskipin, sem unt er að fá, þvi að þeir líta alveg
út eins og aðrir botnvörnungar og eru að veiðum