Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 85
ÍSUNN]
Æöri skólar.
79
En svo er lil önnur ment, er gerir rnenn færa í
flestan sjó, og það er sú mentun, sem hefir kent
aiönnum að glíma við örðug viðfangsefni, þangað
fil þeir gátu ráðið fram úr þeim, sú mentun, sem
gefur mönnum þau fastatök á hlutunum og á hugsun
sjálfra sin, að þeim skeiki sjaldan eða aldrei. Það
er sú ment, sem skerpir skilninginn og eykur þekk-
inguna og kennir mönnum æ betri og betri tök á
filutunum; það er hún, sem gefur manni mátt til
afkastamikilla framkvæmda.
Þegar í byrjun stríðsins létu mælir menn á Eng-
landi sér um munn fara, að hvernig sem stríðinu
lyki og þótt Þjóðverjar yrðu gersigraðir, þá væri
Þegar sýnt, að skólar Þjóðverja hefðu sigrað. Eða
fivað var það annað en ment þeirra og agi, sem gaf
Þeim mátt til að verjast öllum heiminum í full fjögur
ár? Hvað var það annað en vísindi þeirra, sem lyfti
Þeim í loft upp yfir óvinina og gerði þá færa um
að kafa öll hyldýpi liafsins? Hvað voru það annað
en vísindin, sem bjuggu til eiturgasið og hinn eyð-
andi eld, ikveikjurnar og sitthvað annað? En illu
fieilli var vísindunum þar beitt til ills eins, og af
þvi súpa Þjóðverjar nú seyðið. En hinu megum við
fió ekki heldur gleyma, hversu mikla blessun vísindi
þeirra hafa ílutt heiminum á friðartímum. Hverjum
er t. d. það að þakka, að börn vor hrynja nú ekki
lengur niður i barnaveiki, nema Þjóðverjanum Emil
v°n Behring? Og .hverjum er það að þakka öðrum
en Ehrlich, að hin svonefnda sárasótt og jafnvel
finldsveiki er orðin læknanleg?1) Svona mætti lengi
teHa. Og hverju var það að þakka, að Þjóðverjar
Voi'u orðnir einna fremstir í rafmagnsfræði og öðrum
b Svo mikiö þyk i r Bandamönnum koma iil þessa eina lseknislyfs,
. “Warsan’s, aö þeir liafa gert þaö aö einu skilyröinu i friöarsamn-
UlBunum, aö I’jóðverjar láli það af hendi viö allar aörar þjóðir, af því
‘>a eugin þjóð getur búið þaö til jafn-gott. Og svo er um fleiri lyf.