Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 86
80
A. H. B.:
t iðunn
verklegum vísindum fyrir stríðið, nema einmitt þessu,
að þeir stunduðu þau vísindi, sem gefa mátt og
skilning og fastatök á hlutunum. Þegar fyrir stríðið
lærðu stúdentar þeirra svo mikið í stærðfræði, eðlis-
fræði og efnafræði undir stúdentspróf, að þeir hefðu
getað íleytt sér á því fyrstu árin á fjölvirkjaskólanum
í Kaupmannahöfn. Enda hefir heimurinn fundið til
þess nú síðustu árin, hvað Þjóðverjar voru komnir
langt, t. d. í efnafræði, í öllu litarefnaleysinu, síðan
stríðið hófst; en fyrir útílutt litarefni ein saman fengu
Þjóðverjar fyrir stríðið árs árlega hvorki meira né
minna en 2000 miljónir marka.
Nú er stríðinu með púður og blý lokið. En til er
önnur barátta, sem er miklu langvinnari, barátta,
sem aldrei linnir, hvort heldur er með þjóðum eða
einstaklingum, og það er lifsbaráttan sjálf, hin
þögula samkepni milli þjóða og einstaklinga, þar
sem að eins hið hæfasta og bezta á hverju sviði
heldur velli. Undan þessari baráttu komumst vér
íslendingar aldrei, þótt vér lýsum yfir ævarandi hlut-
leysi voru í striðum og styrjöldum. En — hvernig
erum vér í þann bardaga búnir?
Nú er ísland orðið fullvalda riki og á að standa
algerlega á eigin fótum. Við ísl. eigum fyrir höndum
að erja upp stórt og örðugt land og gera okkur það
undirgefið. Við eigum eftir að beizla fossa okkar til
þess að leiða Ijós og yl yfir landið, til þess að vinna
áburð úr loftinu og knýja allar vélar okkar. En
kunnum við sjálfir nokkuð til þessa? Hér þarf sér-
fræðing á hverju strái; en enginn kann neitt í þeim
efnum, sem okkur vanhagar mest um, á móts við
það, sem útlendingar kunna fyrir sína löngu reynslu.
Og þó fyllumst við belgingi og yrkjum kvæði á
kvæði ofan um okkar eigin yfirburði og ágæti og
höldum jafnvel sumir hverjir, að við séum öllum
þjóðum fremri. En hvert stefnir þetta, ef því heldur