Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 87
'ÐUNN |
Æðri skólar.
81
®fram? Pað stefnir norður og niður! Ef við lærum
ekki sjálfir skjót og góð tök á öllu þvi, sem með
Þarf í landinu, þá verða það erlendir menn, sem
faka að sér forustuna, alstaðar og á öllum sviðum,
en við verðum, áður en varir, að undirlægjum þeirra
°g vinnuþrælum. Hér megnar löggjöfin lítils, heldur
að eins mannvit og þekking og máttugur vilji.
En þá verður manni auðvitað fyrst fyrir að spyrja:
Hvar stöndum við? — Hversu er mentun okkar
háttað? Gefur hún nokkra tryggingu fyrir því, að við
Verðum þjóð, sem fái sigrað í baráttunni fyrir lífinu
°g í samkepninni við aðrar þjóðir?
Hér get ég ekki varist því að benda á sjómanna-
stétt okkar, sem stendur erl. sjómönnum fjdlilega á
sporði. Hér er líka að rísa upp ung og ötul verzl-
^narstélt, ef hún þá reynist ekki of ófyrirleitin í auð-
sofnun sinni og tekur ekki fyrir alla eðlilega sam-
kepni. En hvað er um mentamennina, sem ættu að
Vera sjálfkjörnir foringjar lýðsins, eru þeir að verða
að undirlægjum og öreigum?
Sérhver þjóð þarfnast forustumanna, sem eru vel
^entaðir og mikið kveður að. En lítum þá á hina
^ðri skóla, eins og t. d. Mentaskólann, sem eiga að
klekja slíkum forustumönnum út. Hvað er kent þar
°g í hverju útskrifast menn þaðan? Jú, einkunnirnar
eru 13 talsins, þar af segi og skrifa 9 einkunnir í
oiálum, 1 einkunn í sögu, 1 í náttúrufræði, 1 i stærð-
^'*ði og 1 í fræðigrein, sem nefnist — »ritleikni«.
^g veit ekki, hvort menn þekkja þá fræðigrein, en
eftir prófskýrslunum er hún áreiðanlega til. En at-
^Ogum nú alt þetta ofurlítið nánar.
íJað skal nú fúslega viðurkent, að við Islendingar
s^öndum illa að vígi með málin og þurfum því á
góðri lungumálafræðslu að halda. Tungu okkar tala
ekki nema rúmar 100,000 sálir; á henni getum við
Því ekki fleytt okkur langt um heiminn né um heims-
Iðunn V. G