Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 88
82
A. H. B.:
1IÐUNN
bókmentirnar. Og þó megum við ekki glata okkar
góðu og göfugu tungu; leggjum heldur alt kapp á að
efla hana, auðga hana og fegra. En hvað er þá um
erl. málin? Er nauðsyn fyrir okkur að læra fjórar
erl. tungur og eitt dautt mál (latínuna) í tilbót? Og
hvernig er tungumálakenslunni í skólanum hagað?
Þar er, auk latínunnar, kend danska, enska, þýzka
og franska, en mest áherzla lögð á enskuna. Hún
mun kend um og yfir 30 stundir á viku í öllum
skólanum. Og hver er svo árangurinn? Geta stúdentar
lesið hana, talað og ritað sér til gagns? Eg efa það.
Flestir munu skilja létta ensku nokkurn veginn á
bókina, færri munu tala hana að verulegum mun og
fæstir munu geta skrifað nema létt mál og vel æfða
skólastíla. En þetta er ekki nógu góður árangur af
löngu og miklu starfi, og það stafar af því, að enska,
sakir málfræðisleysis síns, er ekki vel fallin til skóla-
náms. Þýzkan er að eins kend í lærdómsdeildinni,
og hún er málfræðislega miklu þyngri en enskan, en
þó komast nemendurnir því nær eius vel og sumir
jafnvel betur niður í henni á 3 árum en í enskunni
á 6 árum. Franskan er að eins kend í 5. og 6. bekk
og kenslan í henni undanfarið hálfgert kák, hvað
sem nú er orðið. Hafa því flestir gleymt því, sem
þeir lærðu í henni í skólanum, undir eins og þeir
voru komnir úr skóla og hafa ekki iðkað hana síðan.
Danska er kend í öllum skólanum, að nafninu, en
er raunar lítið lesin, nema í fyrstu bekkjunum. Lat-
ínan er loks kend í 4. bekk og fram úr.
Er nú fyrirkomulag þetta gott og æskilegt? Og má
ekki breyta því eitthvað til batnaðar? Gerum þá ráð
fyrir því bezta. Segjum að allir stúdentar væru fljúg-
andi vel að sér í öllum málunum. Þeir kynnu þá
þrátt fyrir það lítið annað en að tala og rita erlend
mál eftir alla skólavistina, því að mest öll vinnan
fer í málin, eða 9 einkunnir í þeim einum. En er