Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 89
IJ)UNN ]
Æðri skólar.
83
þetta rétt; er ekki betra að læra eitthvert 1 eða
2 heimsmál að gagni og sleppa svo hinum, og nota
heldur tímann til þess að nema eitthvað gagnlegra?
Menn ættu t. d. að geta valið um, hvort þeir vildu
heldur læra ensku eða þýzku, og svo ættu þeir að
l*ra það eina mál að gagni; eða ef skólanum yrði
lviskift, þá ættu menn í máladeildinni að taka 2
höfuðmál, ensku og þýzku, ensku og frönsku, eða
h’önsku og þýzku, en í stærðfræðisdeild 1 höl'uðmál,
°g þar ættu þeir að geta valið um frönsku og þýzku,
hví að þeirra mála munu menn einna helzt þurfa
v'ð í náttúruvísindum.
Dönskuna ætti elcki að þurfa að hafa í öllum
skólanum, heldur að eins í gagnfræðadeild, en verja
s^o heldur í efri bekkjunum fáeinum stundum til
hess að kynnasl því helzta úr bókmentum Norður-
^öda, kenna mönnum sænskan framburð og nokkra
Stein á landsmálinu norska.
Latínu ætti auðvitað að eins að hafa í máladeild-
lnni, en kenna hana þar að gagni.
En hvað á svo að koma í staðinn fyrir það, sem
shpt er? Það á að búa til nýja deild samhliða mála-
heildinni með stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði sem
höfuðgreinum. Einmitt á þessu sviði er þörlin mest
°g þessara námsgreina þarfnast Islendingar nú helzt,
haeði vegna sjálfra sín og framtíðar þjóðarinnar.
Stærðfræðin kennir manni að hugsa skarpt og
hkveðið, án nokkurra vafninga, og hún kennir manni
eiömitt að ná fastatökum á hlutunum. í henni er
ekkert bæði—og eða bil beggja, því að annaðhvort
er niðurstaðan rétt eða röng. Og það er heimska eða
nhu heldur hjátrú, sem stafar af leti og ómensku og
°hu skáldskapar- og sagnalesturs-gutlinu, að halda,
íslendingar séu ver fallnir til stærðfræðináms en
nðrar þjóðir. Náttúrugreind íslendinga er yfirleitt
a§æt, ef þeir að eins nentu að nota hana. Það voru