Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 90
84
A. H. B.:
1IÐUN*
3 íslendingar, sem einu sinni ráku allan fjölvirkja-
skólann danska á stampinn með því að reikna dænii.
sem engir Dananna gátu ráðið við, hver með sinn'
aðferð og útkoman þó rétt hjá öllum. Venjulegast
þykir stærðfræðinámið þurt og slrembið, en hafi
menn góðan kennara og áhugasaman, sem kann full
tök á greininni, getur stærðfræðinámið orðið bein-
línis skemtilegt. Nú er lítið meiri stærðfræði kend >
skólanum en áður, ofurlítill viðbætir i hornmálsfræði
(trigonometrier rúmast myndi á 4—5 bls. prentuð-
um, en á hinn bóginn dregið úr sumu því, er áðuf
var kent i skólanum í þessari grein. Og þar við
bætist, að liafður er maður til þess að kenna stærð-
fræðina ýmist i öðrum eða báðum 4. bekkjunuin.
sem alls ekki er stærðfræðingur, þótt hann sé valinn
sérfræðingur á öðru sviði. Aftur á móti er eini stærð-
fræðingur vor liafður til að kenna landafræði suður
í kennaraskóla! Það er eins og dómur sé á alh'*
skólastjórn vorri. í stað þess að láta sérfræðinga vora
ganga úr einum landsskólanum í annan til þess að
kenna sérfræði sín, svo lengi sem tími þeirra endist.
eru þeir lokaðir inni í einhverjum sérstökum skóla
og látnir kenna alt annað en þeir í raun og veru
kunna!
Og hvað er svo um nállúruvísindin, eðlisfræði og
efnafræði, í Mentaskólanum? Ja, þar komum við ein-
mitt að kákinu og yfirborðsmentuninni. Eðlisfræðin
og efnafræðin, sem kenna á i 1 og 2 stundum viku-
lega í 2. og 3. bekk gagnfræðadeildar, er ekki nema
nafnið eitt. En náttúrufræðin, sem kend er í lær-
dómsdeildinni, virðist hafa 9 náttúrur; að minsta
kosti eru pésar þeir og bækur, sem nasað er af >
þeirri grein í 2 slundum vikulega i 4., 5. og 6. bekk,
9 talsins og sín glefsan úr hverri bókinni. Fyrst er
kendur kalli úr jarðfræðilegri landafræði (Haffner,
bls. 5—57), þá hagfræðileg landafræði (Hallner, bls.