Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 92
86
Á. H. B.:
[ iðunn’
munu þeir reka augun í það, að einn eða fleir1
stúdentar útskrifast árlega með meðaleinkuninni 4,
en það er lægsta einkunn, sem nemendur mega fá-
Rýni maður nú betur í einkunnir þessara nemenda>
sér maður, að það kemur þó nokkrum sinnum fyrir-
að þeir bjargast á ritleikninni, fá 5 eða 6 í henni-
En hvað er ritleikni? Það er skrift og ekkert annað-
Þessir stúdentar hafa því með réttu verið nefndir
»skriftlærðir«. Reir bjargast á sjálfri skriftinni, þófl
þeir fái ekki nema 3, 2, 1 og jafnvel 0 fyrir það>
sem þeir skrifa um. Þvi að menn geta nú lika út'
skrifast með núlli! Þetta er háðung, að menn skul*
geta fengið 0 í einni höfuðnámsgreininni, sem þeir
eiga að nema, en bjargast svo út úr skólanum a
skrift sinni einni saman. Manni dettur helzt í hug>
að hér sé fremur um barnaskóla en mentaskóla að
ræða. En svo djúpt eru menn soknir í andvaraleysið
og vanann, að menn skuli geta haft þetta svona
kinnroðalaust ár eftir ár án þess að reyna að breyf9
þvi. — En hvað er nú til varnar öllu þessu og
hvernig á að ráða hót á því?
Eins og ég heíi drepið þegar á í ritdómi einum 1
»Iðunni« þar sem rætt var um stofnun stærðfræðilegs
og náttúrufræðilegs mentaskóla norðanlands, var
það samhuga álit okkar tveggja kennara, sem voru
við Mentaskólann, þegar reglugerðarómynd sú, seW1
öllum þessum ófagnaði veldur, var að hlaupa a[
stokkunum, að tvískifta þá þegar lærdómsdeildinni 1
svo nefnda sögu- og máladeild á öðru leitinu, efl
stærðfræði- og eðlisfræðideild á hinu leitinu,
jafnframt vildum við þá láta fella burt ritleiknis'
einkunnina og núllið sæla, sem stúdentar hafa síðan
mátt velta á út úr skólanum. Við sömdum þá tíma'
töflur fyrir báðar deildirnar og sýndum fram á nien