Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 94
88
A. H. 13.:
IIÐUNN
geti orðið að sannkölluðum hreinsunareldi og slyrk-
ingar undir lærdómsdeildina. Síðan sé skift, á öðru
leitinu i sögu- og máladeild, en á hinu leitinu i
stærðfræði- og eðlisfræðideild og öll stund lögð á
það, að kenna færri greinar, en meira í hverri grein
en verið hefir. Ein grein, vel lesin og vel skilin, er
betri en 10 aðrar illa lesnar.
Nú hefir stjórnarráðinu borist umsókn frá 2 mæt-
um mönnum, stærðfræðingnum dr. Ól. llaníelssyni
og eðlisfræðingnum Þorkeli Þorkelssyni um 12,000
—14,000 kr. styrk úr landssjóði til þess að stofna
skóla, er búi menn undir stúdentspróf með sérmentun
i slærðfræði og eðlisfræði, svo að íslendingar geti
hér eftir sem aðrir komist prófiitið eða prófiaust inn
i verkfræðingaskóla í öðrum löndum.
Eg mundi nú vera þessari hugmynd fylgjandi, ef
við að eins hefðum ráð á því að stofna enn einn
skólann. Því að Mentaskólanum sjálfum væri það
fyrir beztu, eins og nú er komið, að fá hættulegan
og harðsnúinn keppinaut. Þá færi hann sjálfsagt að
sjá að sér bæði í einu og öðru, sem honum nú er
áfátt um. En við höfum ekki ráð á þessu; við höfuin
ekki ráð á að stofna eitt skólabáknið á fætur öðru.
Við verðum heldur að reyna að ditta að og full-
komna það, sem við þegar höfum, og þvi legg ég
það nú til, að lærdómsdeildinni verði þegar á næsta
ári tvískift eftir námsgreinum og þessir tveir menn
fengnir til að veita stærðfræði- og eðlisfræðideild-
inni forstöðu. Þá er málinu horgið, þótt það sé
nokkuð um seinan, og þótt þetta raunar hefði átt
að gerast fyrir liðugum 10 árum, þegar fyrst var
stungið upp á því.1)
1) Aö likindum þyrfti þá jafnframt aö fullkomna eittlivaö eölisfræöi'
safn skólans og ætti þá að gera það svo vel úr garöi, aö það gæti nægt
íleiri skóluin, eins og t. d, vélstjóraskólnnum, svo að ekki sé verið aó
búa til ófullkomin söfn og rannsóknarstofur á víö og clreif, sem ermikU*