Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 96
90. Ólafur Daníelsson: [IÐUNN
En dýrtíðin er nú til, hvað sera Alþingi þar um
kann að segja, og allir vita að hún hlýtur að hald-
ast, að minsta kosti að miklu leyti, eða ef til vill
að aukast enn meir. Þetta vita alþingismenn engu
síður en aðrir, en það er sitthvað Alþingi og alþingis-
menn. Pó væri þess nú óskandi, að þingið hætti að
vera eins og úti á þekju um þetta stórmál. Það
verður að mér skilst að auka peningatekjur lands-
sjóðs að sama skapi sem verð þeirra fellur og kann-
ske meir, til þess að standast straum af kostnaðinum,
eins og hann nú hlýtur að vera. Ég veit hvað al-
þingismenn segja. Þeir segja að það sé hægra sagt
en gert, að auka svo mjög tekjur landssjóðs, að við
getum haldið uppi líkum framkvæmdum nú og áður,
eða jafnvel meiri. En það verður að gera það, þó
að það sé örðugt og óvinsælt. Ég trúi því ekki að
neitt annað ráð sé til.
Framkoma Alþingis í dýrtíðarmálunum hefir komið
hart niður á starfsmönnum landsins, þeim er taka
laun sín úr landssjóði. Laun þeirra, margra hverra,
voru ákveðin fyrir löngu, og þau nýrri embætti, sem
stofnuð voru, voru látin fylgja hinum eldri um
launahæð. En vegna stöðugs verðfalls peninga, þó
hægt færi, voru laun starfsmanna landssjóðs fyrir
striðið orðin svo lág, að alls eigi þótti viðunandi.
Þetta var viðurkent af Alþingi sjálfu, bæði með skipun
launamálanefndarinnar, og ekki síður með því að
veita fjölda embættismanna persónulegar launabætur.
Þannig var nú ástandið orðið í byrjun stríðsins. Og
svo kemur hið gifurlega verðfall peninga síðan 1914.
Þá má geta nærri hvernig ástandið muni vera nú.
Hversu mikið telja megi verðfall peninga síðan í
ófriðarbyrjun, kemur mönnum í rauninni nokkurn
veginn saman um. Eg held að Ilestir telji það um
70 °/o, þ. e. a. s. að eigi fáist yfirleitt meira fyrir
krónuna nú, en 30 aura þá. Fyrir nokkru var kosin