Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 97
IÐUNN]
Launamálið.
91
nefnd embættismanna í Reykjavík til þess að gera
tillögur um launamálið. Sú nefnd gerði áætlun um
útgjaldaauka embættismannsheimilis frá því í ófriðar-
byrjun lil haustsins 1918, og fór samkvæmt þeirri
áætlun fram á 160% launahækkun, sem svarar til
þess að verðfall peninga á því tímabili sé 61—62 %,
eða að krónan megi 1918 teljast jafngilda 38—39
aurum 1914. En margar nauðsynjar hafa hækkað í
verði síðan í fyrrahaust, og þar að auki er stærsti
liðurinn í úlgjaldaskrá embættismannanefndarinnar
sjálfsagl talinn hafa hækkað of lítið. Gjöldin í þeim
lið voru svo sundurleit, að það reyndist ómögulegt
að fá ábyggilegan mælikvarða um hækkun þeirra.
En þá gat nefndin ekki, sanngirninnar vegna, talið
hækkun á þeim lið nema sem allra ininsta, svo að
engum heilvita manni gæti komið til hugar, að hún
væri oftalin. Ég er því þeirrar skoðunar, og ílestir
aðrir, sem ég hefi átt tal við um það, að réttara
væri að telja peningaverðfallið nær 70% en 60%.
Stjórnin hefir nú, að því er sagt er, brugðist vel
við þessari málaleilun embællismannanefndarinnar
og tekið kröfur hennar til greina að miklu eða öllu
leyti. En þá kemur til kasta Alþingis, hvort það
samþykkir nú launafrumvarp stjórnarinnar breyt-
ingalítið, eða það reynir enn þá að spyrna á móti
broddunum. Auðvitað er hugsanlegt, að þorri em-
bættismanna mundi hanga i stöðum sínum nokkur
árin enn, þó að Alþingi hummaði frarn af sér að
hækka launin. Það er annað en gaman fyrir menn,
sem hafa varið 10 —15 beztu árum ævi sinnar til
undirbúnings undir eitt slarf, og síðan fengist við
það starf eingöngu í önnur 10—15 ár, eða meira,
að fara nú á fuliorðins aldri að breyta uin lífsstöðu.
Það er ómögulegt að halda því áfram til lengdar,
að hafa 4000 kr. laun, fyrir þann sem kemst ekki
af með minna en 8000 kr. með ýtrustu sparsemi,