Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 103
IÐUNNl
Ragna.
97
um. María ber mikla virðingu fyrir Rögnu, og Ragna
er álitin óliult undir leiðsögu Maríu, því hún er í
K. F. U. K. Ragna er 20 ára. María 27. María er
trúlofuð búfræðingi austur þar. Ragna ólofuð, en
hefir dansað mikið við Halldór Harðars, aðstoðar-
mann í stjórnarráðinu.
Það er sólríkur ágúst-dagur. Ragna er nýbúin að
fá bréf frá vinstúlku sinni; svo kemur »Vísir«, og
þar les hún um veitingu Halldórs fyrir sýslunni, þar
sem María á heima.
Hún sprettur á fætur og segir um leið og hún
kreppir hnefann: »Nú skal hún svei mér fá svar«.
Sezt niður og skrifar:
Reykjavík 15. ág. 1915.
Iíæra Mallal
Beztu þökk fyrir síðasta bréf. Ég segi þökk — þó
bréfið væri — í einlægni sagt — ekkert annað en
ávítur frá upphafi til enda, en þér finst víst ekki
Veita af að benda hinu villuráfandi lambi(!) á hinn
rétla lífsins Laugaveg.
Iíg þakka þér fyrir leiðbeiningarnar frá hinu gáf-
aða landbúnaðar-nauti þínu — landbúnaðarráðunauti
er það víst. — Segðu honum frá mér, að ég skilji
Vel, að hann láti ekki kýrnar ganga í lífstykki, en
að vilja meina mér þaðl —■ Segðu honum, að ég sveii
bonum aftan. Því ekki á hann að bera ábyrgð á
því, hvort jeg fæði »lifandi unga« með heitu blóði,
Þegar til kemur. Þú segir, að mamma þin biðji þig
að áminna mig—gagnvart Halldóri; hann sé hvorki
1 K. F. U. M. eða hlusti á prófessorinn. Ha! ha! ha!
Svo mamma þín heldur, að ég þurfi að fara varlega!
Mamma þín er víst allra bezta kona, en hún er
°þolandi með afbrigðum, með alla sína guðhræðslu,
alla sína prestadýrkun og alt sitt Cigarettu-hatur. Þú
hiátt reiða þig á, að það er rétt svo, að ég geti átt
Iðunn V. 7