Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 104
98
Arnrún frá Felli:
1IÐUNN
þig fyrir vinstúllcu, því þegar á alt er litið, eru þið
eins líkar og sálmabækur af sömu útgáfu, dygðablóð
og stórleiðinlegar með aíbrigðum.
Vertu viss, ég efa ekki, að það er hið mesta loft-
skeytasamband milli kúadrengsins og þín, með koss
á vangann í návist prestsins og madömunnar. Ég
segi þetta bara svona að gamni mínu, ég vona þér
þyki ekki við mig. t*ú ert að tala um, að ég sé
orðin svo glannaleg í orðum; átti ekki að fylgja:
»mamma sagði«?
Þetta getur vel verið. En mér leiðist svo þessi
bændadýrkun og bjánaskapur; enginn þorir að segja
né gera neitt, nema hann viti, hvernig bændum líki;
en þú ættir að sjá bændurna sjálfa, þegar þeir koma
á þing hérna á sumrinl Þá eru þeir að apa alt eftir
embættismönnum. Oft hefir mig langað að líma aug-
lýsingu á bak þeirra: »Varið yður á eftirstælingum«.
Þeir eru stöðugt að aka sér og taka í nefið; ætíð
ganga þeir með laus brjóst og manchettur, alt laust
og hoppandi og hjartað með. Nei, eitt stendur fast:
Afnám eftirlauna! og helzt allrar borgunar til embættis-
manna. »Þessar bölvaðar blóðsugur«, segja þeir og
kreppa hnefana í buxnavösunum, því ekki nenna
þeir að rétta upp heykvíslarnar — ég meina hönd-
urnar.
Æ, góða Malla fyrirgefðu, en ég er svo þreytt á
þessum bændum með allar sínar svörlu neglur, öll
sín tóbaksnef, og alt sitt hesta- og kúa-»parfume«.
Kærastinn þinn er alls ekki bóndi. Hann er »kon-
sulent«, svo þetta á ekki við hann. Biessuð láttu
hann hætta að kalla sig landbúnaðarnaut, eða hvað
það nú er.
Hann er heldur ekki orðinn þingmaður. Allar
góðar vættir verndi hann frá því. Þetta var útúrdúr!
Þú ert að vara mig við Halldóri! En þú ættir að
þekkja mig svo vel, að ég meina ekkert með þvi,