Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 105
iðunn j
Ragna.
99
þó ég gefi dálítið undir fótinn, bæði Halldóri og
öðrum. »Mamma þín ætti ekki að líða slíkt«, munt
þú segja. En ég ætla nú svona rétt að segja það, að
inamrna þin og mamma min eiga ekki saman nema
Rafnið. Mamma mín er eins góð og hún er gild, en
Diamma þín eins leiðinleg og hún er löng til.
Mamma hefir ekkerl á móli því, að ég skemti
mér innan vissra takmarka. En aðvörun þín er
óþörf. Mig langar ekkert til þess að verða frú Ragna
Harðars.
f*ú hefir líklega ekki heyrt, að Halldóri er veitt
sýslan ykkar, en ekki skaltu halda, að mig langi til
að skifta á strætunum hér og fjárgötunum þar, eða ég
þrái að kynnast þessum fyrirmyndar húsfreyjum
ýkkar, sem klóra sér í höfðinu og sjúga upp í nefið,
talandi um viðbrendan graut og vinnukonur. Nei,
*Rá ég svo biðja um Bíó og bíltúra! Ég hefi ekkert
ú móti því að vera þá með Halldóri, en að fara
*neð honum austur í sýslur! Það eru þó takmörk
fyrir ósköpunum.
Að Halldór skuli vilja fara úr stjórnarráðinu austur
* fjóshaugana til ykkar, því furðar mig á. En verði
honum að góðu!
En ég veit með hverju hann vill afsaka sig; ég
heyri hann í anda segja: »Ég vil fara þangað, sem
ög get komið einhverju til leiðar; landið bíður, vantar
^nenn, sem vilja leggja sig fram. Með tilstyrk prest-
anna og helstu bænda má koma miklu til leiðar, en
hér — með allri virðingu fyrir hinu háa stjórnar-
raði — verður maður að gömlum doðranti.« — En
Því bæti ég nú við.
Ertu ekki hrifin! Með tilstyrk prestanna og helstu
haenda! Nei, nú verð ég að kveikja í Cigarettu —
þú fyrirgefur —, það er bændadaðurs ólykt af þess-
Utn orðum. Halldór er »efni«, hann endar sem al-