Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 106
100
Arnrún frá Fclli:
1IÐUNN
þingismaður og þú-bróðir »helztu« bændanna. —
Hlakkaðu til!
í sannleika að segja, hefðir þú þegar ekki verið
lánuð til lífstíðar, hefði ég viljað leggja til, að þið
yrðuð hjón, því ykkur er sameiginleg þessi ógeðslega
bændadýrkunar-landselska.
En ég, góða mín, skammast mín ekkert fyrir að
kannast við, að ég vil heldur vera með vel mentuðu
og vel klæddu fólki og sneiða hjá labbakútum og
lýð, sem líkist búfræðingnum þínum, sem ætíð er með
skítugar neglur og flösu á frakkalcraganum; en þú
telur skyldu þína að forðast mennilegar manneskjur
eins og heitan eldinn; en það er hrein hræsni hjá
þér. þér að segja gef ég ekki grænan túskilding með
gati fyrir Halldór og hans félaga; ég nota þá að
eins, þigg af þeim Bíó- og bíl-ferðir, gef þeim að
launum langt nef og óska þeim norður og niður.
En þú ætlar að snýta af þér nefið, þegar hans há-
göfgi Halldór Harðars lítur á þig.
Þú ert ágæt!
Eins og stendur er mér alveg sama um Halldór;
hann hefir einu sinni ekki verið svo kurteis að segja
mér af veitingunni. Hann er víst í anda kominn til
bændanna.
En heiður þeim, sem heiður ber. Já, heiður og
háleit æra fyrir þér og þinum andlega sinnaða bú-
fræðingi, og ykkar kærleiksloftförum, en ekki skyldi
mig bafa undrað það, þó þú hefðir tölt af stað frá
búfræðingnum, haugum og grænum grundum, ef
Halldór hefði bent þér að koma. Og eftir þér hefði
öll fjölskyldan fylgt með hringaða rófuna, hrifin af
heiðrinum, því Halldór er stórfrændi ráðherrafrúar-
innar á aðra hönd, en dóttur-dóttur-sonur dansks
hestaprangara í hina ættina; það hefði verið nógu
gaman að sjá pabba þinn gifta ykkur, og sjá frænkur
þínar jarma af gleði og sleikja ykkur utan, en ég