Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 108
102
Arnrún frá Felli:
[IÐUNN
Ég var í Ieikhúsinu í gærkvöldi með pabba,
mömmu og einum frænda mínum nýkomnum frá
Höfn. Hann er málfræðingur, rauðhærður og frekn-
óttur; í þessu lézt ég vera skotin, að eins til að
stríða Halldóri, sem var í leikhúsinu, og ætlaði
auðsjáanlega að hafa tal af mér.
Ég skal segja þér eitt, og þér er óhætt að trúa
því: Halldór er bál-öskrandi, hvínandi, hvítglóandi
vondur. En þú skalt ekki halda, að mér standi ekki
á sama.
Jæja! Nú er nóg komið; með næsta bíl skal ég
skrifa þér.
Eg er róleg, eins og þú heyrir. Ég veit það gleður
þig að fá að vita, hve hjartanlega mér stendur á
sama um Halldór Harðars.
Vertu bless.
Þín Ragna Markmann.
Ragna llýtir sér að skrifa utan á bréfið, kallar á
vinnukonuna, og biður hana að hlaupa fljótt með
það, svo hún nái í bifreiðina. Svo fleygir hún sér á
legubekkinn og kveikir í vindling, rýkur á fætur
aftur og gengur um gólf. »Það var sannarlega gott
að mamma fór í kirkju, lán að prófessorinn átti að
prédika; sem betur fer er mamma sá höfðingi, að
hún hlustar ekki á aðra.
Nú held ég að Halldór sé á báðum buxunum.
»Hvernig þóknast herra sýslumanninum að hafa
það?« segir Ingimundur, þegar hann mætir honum
á götu. — Nú hermir hún eftir Ingimundi. — »Það
er þá líka nokkuð að þykjast af, sýslumaður í sveit!
Svei! svei! og bja! bja! Það getur hver nafnlaus
Nesjadrengur orðið.«
Það er barið. — Ragna fleygir vindlingnum í ofn-
inn. — Kom! — »Ég átti að fá yður þetta bréf.« —
Það er drengur af sendisveinaskrifstofunni.