Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 109
IBUNNl
Ragna.
103
»Bréf til mín!« Hún fálmar upp í hárið á sér eftir
hárnál til að rífa upp bréfið; hún er skjálfhent og
setur upp stór augu, er hún les:
Fröken Ragna Markmann!
Hefi fengið veitingu fyrir sýslu; fer úr höfuðstaðn-
um innan mánaðar; þarf að tala við yður um alvar-
legt efni, sem hefði helzt fyrir löngu átt að vera út-
kljáð. Vil helzt fá að tala við yður eina, ef þér hafið
tíma afgangs frá frænda yðar.
Svar óskast sem fyrst.
Vinsamlegast.
Halldór Harðars.
Nú er eins gott að leika lipurt! Gengur að síman-
um, hringir: »Er það sendisveinaskrifstofan? Pað er
Ragna Markmann. Viljið þér senda dreng hingað
eftir 10 mínútur. Þakka!« Hringir af. Sezt niður og
skrifar:
Hr. Halldór Harðars!
Óska til hamingju með embættisveitinguna. Eg var
einmitt að skrifa Maríu Jónsdóttur, vinstúlku minni,
að yður væri veitt sýslan hennar — sem hún svo
kallar —, var einmitt að segja henni, að fáar stjórn-
arráðstafanir hefðu mér betur líkað; — misskiljið
mig ekki, það verður óbætanlegt tjón fyrir félagslíf
hér, að missa yður. — En landið kallar. Gróði sveit-
anna er gengi íslands. Ég hefi sömu skoðun og hún,
að framtíð landsins byggist á landbúnaði, en að eins
litils háttar á sjávarútveg, þó ýmsir haldi því gagn-
stæða fram.
Þér eruð að gefa í skyn, að ég muni ekki hafa
httia til að tala við yður vegna frænda mins! Glám-
skygnir eruð þið, blessaðir karlmennirnir. Ég verð
alt að því fok-reið þegar ég hugsa til þess. Þér