Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 111
IfiUNNl
Ragna.
105
jörð og búum að sjálfsögðu, þurfum því að leita
ráða »Konsulentsins« og þín.
, Ég má ekki vera að að skrifa meira í þetta sinn.
Á von á Halldóri á liverri stundu, til að afgera ýmis-
^egt viðvíkjandi þessu.
Vertu bezt kvödd af þinni vinu
Rögnu.
»Stína, halló! Er bifreiðin austur farin?«
»Hún er alveg á förum«.
»Hlauptu fljótt með þetta bréf«. Stína þýtur.
Ragna þvær sér um hendurnar, lagar á sér hárið
°g gengur svo aftur inn í stofu.
Að eins 5 mínútur þangað til hann kemur. Barið.
Kom! »Nú, það ert þú, Stína«.
»Ég náði, en bifreiðin er að fara; ég trúi þeir
væru að bíða eftir henni frú Hallstein, en hún var
að koma, ég —«
»Jæja, Stína mín, það var gott«.
Ragna starir alt i einu út í loftið; svo blístrar hún.
•'É, bréfið! — fyrra bréfið til Möllu! Ég verð að
afturkalla það ólesið; en hvað ég gat verið vitlaus!
Nei, það er of seint, bíllinn er víst farinn. Ha! ha!
IJetta verður sögulegt með afbrigðum! Hvort þeirra
skyldi hún lesa á undan? Eg verð víst að skrifa
henni þriðja bréfið í dag, til að leiðrétta hin.
Ragna sezt niður við skrifborðið.
Barið. Kom inn!
Ragna! — Halldór! —
Bifreiðin blæs til brottferðar.