Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 114
108
Steingrímur Jónsson:
1 iðunn
lega, sem kostur er á og svo, að til einhverrar fram-
búðar verði. Við notum bezt reynzlu annara með
því, í fyrsta lagi að hafa það hugfast, að hverja stöð,
sem reist er, ber að skoða sem lið í einu kerfi. Kerfið
verður að einni heild, þegar stöðvarnar stækka og
samtengjast. Jafnvel þó að sýnilegt sé, að einhver
stöð aldrei verði samtengd öðrum, verður hún samt
að vera samkynja hinum. Við verðum enn um langt
skeið að kaupa vélar og efni frá útlöndum. Það er
geysimikið fé, sem til þess þarf. Verður það mjög
mikill þjóðarsparnaður, ef þau kaup eru gerð vel og
þannig, að þau gögn, sem keypt verða, verði sein
notadrýgst í landinu sjálfu.
í öðru lagi, að við högum okkar rafmagnsveituin
sem likast því, sem bezt þekkist annarsstaðar. þannig
reisum vér stöðvar í kauptúnum öllum. Mun þess
eigi langt að bíða. í*ær vaxa og teygja sig sumstaðar
um nálægar sveitir. Síðar koma stöðvar í þéttbýlum
sveitum. Pá koma stærri stöðvar, sem ná yfir stærri
svæði, sem geta sameinað kauptúnsstöðvarnar og leid
aíl inn í strjálbygðari héruð. Þó að lokum verði
mestmegnis stórstöðvar, þá gera samt hinar minni
stöðvar, sem fyrst komu, sitt gagn, þar sem þær
kenna mönnum rafmagnsnotkun, og altaf má nota
neyzlustraumkerfi þeirra. Auk þess missa þær aldrei
gildi sitt, ef þær eru haganlega gerðar, þannig a^
þær geta verið með í hinu stærra kerfi síðar meir*
Það væri ókleift að byrja með stærri stöðvum, t. d.
stöð fyrir almenningsþarfir um alt Suðurland, þar
sem notkunin yrði of lítil í byrjun, meðan menn ekki
kunna hana alment. Þó að útbreiðsla rafmagns til
sveita sé enn mjög hæpið "fyrirtæki, hér á landi, þar
sem landið er tiltölulega mjög strjálbygt og lítt rækt'
að, þá er það lítt viðunandi til lengdar, að hún ekki
komist á, þar sem 2/3 klutar landsmanna búa 1
sveitum, og ef Reykjavík er ekki talin, þá búa fjórir