Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 116
110
Steingrimur Jónsson:
1IÐUNK
alt, verður reyndin önnur, og þar sem hætt er við
að menn frekar gæti hagsmuna í svip en til lang-
f'rama, þá þarf hér að hafa gætur á.
Mest er um það vert, að neyzlustraumkerfið eða
lágspennan sé hin sama, sökum hins mikla fjár,
sem bundið er við það. Það vill svo vel til, að hæg-
ast er að ákveða hentugustu spennu þar. Það er
æskilegt, að hún sé sem hæst, þess betur fullnægir
hún neyzlu véla, hita- og suðutækja. Það eru þá
220 volta og 380 volta ytri-spennur (eða þar um),
sem um er að velja. En 380 volta spennan (og hærri
spenna) eru ekki allskostar hætlulausar. Er það næg
ástæða til að forðast hana. Enda hverfa menn stöð-
ugt meira frá henni. Aftur á móti ryður 220 volta
spennan sér stöðugt lil rúms. Auk þess sem hún
nægir til hitunar, dugar hún einnig til ljósa. Þá verð-
ur óþarfi að hafa miðþráð og þar með 127 volta
fasaspennu. Við það verður leiðslukerfið óbrotnara
og ódýrara. Samt hefir reyndin orðið sú, að menn
nota jöfnum höndum 4 og 3 þræði. Líklega mun
bezt á því fara, að við notum 3 þræði alstaðar, en
eigi 4, hér á landi.
Hvað háspennunni viðvíkur, er það ekki eins mikil-
vægt að hafa sem fæstar. Ef menn rígbinda sig við
einhverjar of fáar háspennur, getur leiðslukerfið orðið
mun dýrara, en ef hentugasta spenna, sem við á
það skiftið, er notuð, þá tapast það aftur, sem unnið
væri með meiru samræmi. Aftur á móti er jafn illa
farið, ef margar spennur eru notaðar, t. d. 5000 —
6000 — 7000 volt jöfnum höndum. Það verður ekki
sagt ábyggilega, hverjar spennur eru hentugastar hér
á landi, nema eftir frekari rannsókn. Liklega mun
þó hentugasta spennan liggja í kringum 7000 volt,
en þegar hærra þarf, þá að fara talsvert hærra.
Lægsta háspenna mun vera hentug um 1500 volt.
Sú spenna hefir þann kost, að óþarft er að nota