Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 120
I iðun'N
Elías.
Eflir
Leo Tolstoy.
í Oufa-héraði austur undir Úralfjöllura bjó Bash'
kíri, að nafni Elías. Faðir hans lézt árinu eftir, að
hann hafði útvegað honum kvonfang, og hafði eftir-
látið honum litlar eigur. Aleiga Elíasar voru þá sjð
hross, tvær kýr og tuttugu kindur; en eftir að hann
nú var orðinn sjálfs sín, fór honum að fénast. Pau
hjónin unnu baki brotnu frá morgni til kvelds, —'
þau fóru á fætur á undan öllum og i rúmið á eftir
öllum nágrönnum sínum, enda auðguðust þau með
ári hverju. í heilan mannsaldur höfðu þau nú lifað
þessu þrælalífi, enda voru þau orðin vellauðug.
Þau áttu nú um 200 hross, 150 nautgripi og 1200
fjár. Og nú hafði hann sérstaka menn til þess að
gæta stóðs síns og hjarða, margt kvenna til þess að
mjólka kýrnar og hryssurnar og búa til smjör og
osta, en kúmiss (kaplamjöð) úr kaplamjólkinni-
Hann hafði nú sannarlega gnólt gæða, enda vorn
sveitungar hans farnir að líta hlutskifti hans öfundar-
augum. Og þá varð mönnum einatt þetta að orði;
;>Elías hlýtur að vera sæll með sjálfum sér. HanO
lifir í allsnægtum, og ekki hefir hann ástæðu til að
barma sér yfir lífinu.« Heldri menn fóru nú og að
leita kunningsskapar við hann og vingast við hann-
Gestir komu hvaðanæva og heimsóttu hann og afi3
hélt hann þá ríkulega með mat og drykk. Ölluin.
sem að^garði koinu, var látið uppi kaplamjöður, te,
apalvín og lambasteik. Ekki bar fyr gest að garð>