Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 122
116
Leo Tolstoy.
1 iðlinN
rekið ab heiman, var farinn til fjarlægra landa, e»
dóttir hans var dáin; svo að nú var ekkert vensla-
eða vandamanna til þess að rétta þeim hjálparhönd.
En gamall nágranni þeirra, að nafni Múhamed-
shali, kendi í brjósti um þau. Hann var livorki ríkur
né fátækur, en lifði óbreyttu lífii og var hinn heið-
virðasti maður. Þegar hann nú mintist daga þeirra,
er hann hafði notið greiða og gistingar á bæ Elíasar,
fann hann lil samvizkubits og sagði: »Komdu og
vertu hjá mér, Elías, og taktu konuna þína með þér.
Á sumrin getur þú gert það verk á melónu-ekruiU
mínum, sem þér finst þú vera maður til, og á vet-
urna geturðu hirt kýrnar, en Sham Shemagi getur
mjólkað hryssurnar og búið til kaplamjöð (kúmiss)
En ég skal fæða ykkur og klæða, og ef þið þurfið
einhvers með, þá skuluð þið bara segja mér það og
ég skal reyna að láta ykkur það í té.« — Elías kun»i
hinum góða nágranna sínum þakkir fyrir tilboðið og
fór til hans í vist með kerlingu sinni. Þeim féll þetta
að visu þungt i fyrstu, en svo smásæltu þau sig við
það að vera þarna og vinna eins og kraftar leyfðu-
Og ekki bar á öðru en að húsbónda þeirra féll*
vel við þau, því að þau höfðu vit á öllu, síðan þa»
bjuggu sjálf, og ekki drógu þau af sér, en unnu eftif
beztu getu. Þó var ekki laust við, að Múhamedshab
þætli raunalegt að horfa á þessi heiðurshjón, seiu
áður höfðu skipað svo háan sess, skipa nú hjúa-
sessinn.
Einu sinni kom frændi Múhamedshah’s í kynnis'
för til hans — hann var kominn nokkuð langt að
og í för með honum var múllah, mahómeðstrúar'
prestur. Múhamedshah bað Elías að fara að sækja
kind og slátra; og þegar hann nú var búinn að
slátra henni og flá, sauð hann kjölið og sendi þa^
inn á borðið. En gestirnir mötuðust, drukku te a
eftir og fóru síðan að drekka kaplamjöð. Meðan þel1