Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 125
'°UNN |
Elías.
119
»í hverju er þá súhamingja fólgin?« spurði gesturinn.
»í þessu« — svaraði gamla konan — »að á meðan
við maðurinn minn vorum rík, þá höfðum við aldrei
stundar-frið, hvort heldur var til þess að tala hvort
við annað eða hugsa um sálarheill okkar eða að
biðja til Guðs. Við höfðum of miklar áhyggjur til
þess. Ef gestir komu, vorum við altaf að hugsa um,
hvernig við ættum helzt að skemta þeim, eða hvernig
Við ættum að veita þeim til þess, að þeir litu ekki
•liður á okkur. Og meira að segja, þegar gestir komu,
*irðum við líka að hyggja að þeim, sem þjónuðu
þeim til borðs og sængur, til þess að vita, hvort
þeim hefði verið betur veitt annarsstaðar, meðan við
á hinn bóginn urðum að gæta þess, að alt yrði ekki
Upp urið fyrir okkur — sem náttúrlega var synd-
5amlegt af okkur að hugsa nokkuð um. Auk þess
Voru nú áhyggjurnar út úr því, að úlfurinn legðist
^ ungviðið, folöld okkar og kálfa, eða hrossaþjófar
kaemu og rændu lirossum okkar. Er við vorum hátt-
úð, þá rifum við okkur stundum upp úr rúminu
til þess að hyggja að því, hvort ærnar hefðu ekki
ðrepið lömbin undir sér. Og oft vorum við svona á
stjái hálfa nóttina, og þegar við svo drápum okkur
aftur niður, þá fyltist hugurinn nýjum áhyggjum út
ór því, livernig gengi nú með heyskapinn o. s. frv.
Auk þess kom okkur lijónunum aldrei saman um
neitt. Hann hafði til að segja, að það yrði að gera
þetta þann veg, en ég, að það yrði að gera það á
þin n veginn; og svo fórum við að karpa og kýta
úr þessu og syndga á því. Lífið fékk okkur
einnar áhyggjunnar eftir aðra, leiddi okkur úr einni
freistingunni i aðra, en aldrei bar það okkur ham-
lngjuna í fang.«
»En hvernig er þetta þá nú?« spurði gesturinn.
»Nú« — sagði gamla konan — »ja, þótt undarlegt
^tegi þykja, þá heilsum við hvort öðru með brosi