Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 126
120
Leo Tolstoy: Elías.
I iðunn
og innileik, þegar við förum á fætur á morgnana.
Og nú höfum við ekkert að kýta um og engar
áhyggjur. Það eina, sem við látum okkur um hugað,
er það, hversu við getum unnið húsbónda okkai'
bezt gagn. Við leggjum okkur fram eins og við
getum og af góðum hug, svo að hann bíði ekki neilt
tjón af okkur. Nú, og þegar við komum heim, þá
er matur á borðum og mjöður á eflir. Þegar kalt er,
fáum við skán í eldinn og sauðskinnsstakka utan
yfir okkur. Og nú höfum við tíma til að skrafa
hvort við annað, til þess að hugsa um sáluhjálp
okkar og biðja bænir okkar til Guðs. Við höfum nú
verið að leita hamingjunnar í hálfa öld, en fyrst nú
höfum við fundið hana.«
Gestirnir gátu ekki varist því að hlæja, en Elías
greip fram í fyrir þeim:
»Hlæið ekki, herrar mínir. Þetta er ekkert gaman;
— svona er mannlífið! Einu sinni kvöldumst við,
konan mín og ég, yfir því að hafa mist eignir okkar
og vera orðnir öreigar; en nú hefir Guð opinberað
okkur þenna sannleika og við höfum aftur opinberað
ykkur hann, ekki sjálfum okkur til huggunar, heldur
ykkur til góðs.«
En þá tók presturinn til orða og sagði: »Petta er
spaklega mælt, og Elías hefir farið með sannindi,
sannindi, sem lesa má um í Heilagri ritningu.«
t*á hættu gestirnir að hlæja og urðu alvörugefnir.