Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 130
124
Georg Brandes:
IIÐUNN
Persónulega vekur nú Lenin æði-litla samúð hjá
manni; og enn ininni samúð vekur grimdin, sem
hann hefir í frammi. En sýnilega trúir hann á mál-
stað sinn og réttmæti hans. Tilfinningum hans hefir
ekki að ástæðuleysu verið líkt við hugarfar og geðs-
lag höfuð-trúarofsækjendanna. Líkt og Torquemada
er hann stæktrúaður, og líkt og hann heldur hann
áfram hryðjuverkum sínum með pyndingum, báli og
brandi í þeirri trú, að hann liafi valið sér hið góða
hlutskiftið og sé að vinna að stofnun guðsríkis á
jörðu. —
Bolsjevíkar hafa nú með grimd sinni og hamförum
steypt Rússlandi að minsta kosti um stundarsakir i
eymd og volæði. Rússneski rithöfundurinn Dmitri
Gavronski, sem, þótt liann sé sjálfur heitur bylt-
ingamaður, er einn af áköfustu andstæðingum Bolsje-
víka, hefir sett manni ljóst fyrir sjónir hið pólitíska
þroskaieysi þeirra í þessari ágætu líkingu: ,þeir spiltu
ávöxtum byltingarinnar, af því að þeir höfðu enga
biðlund. Þeir gátu ekki beðið þess, að hið nýja lífs-
ins tré festi djúpar rælur og bæri blóm og ávöxt. í
stað þess að lofa því að gróa, ryktu þeir því í loft
upp með gerræði. Og nú liggur það með ræturnar
ofanjarðar, er visnað og orðið að fausk.‘«
Og ekki eru ávextirnir af starfsemi Bolsjevíka ýkja-
fagrir. Um það farast Brandes orð á þessa leið: —
»Bolsjevíkar byrjuðu á því að tvístra þjóðarsam-
komunni, hófu stjórn sína með hryðjuverkum, með
því að taka verkamenn, bændur og borgara af lífi
hópum saman í — Pétursborg, Moskva og víðar.
Og hver er svo árangurinn af öllu saman? Jú,
leiguliðar hafa að vísu orðið sjálfseignabændur, því
að hin miklu jarðagóss hafa verið bútuð sundur í
smájarðir (rétt eins og þegar ránsmennirnir brutu
sundur stóru speglana á höfðingjasetrunum og tóku
með sér hver sitt spegilbrolið). En þeir eiga engin