Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 131
IÐUNS1
Um ástandið á Rússlandi.
125
akuryrkjuverkfærin og þá miklu síður vélar til þess
að erja með jörðina, sem þeir fengu við skiftin. Og
nú reyna okurkarlarnir til sveita að færa sér þetla í
nyl með því að leigja bændunum hesta til plæginga
o. s. frv. gegn því, að þeir vinni aflur skylduvinnu
hjá sér, enda þótt Lenin-stjórnin liafl lagt blátt bann
við því að nota launaða verkamenn til sveita.
Nú er líka orðið kyrt og hljótt í verksmiðjunum
rússnesku. í Moskva-umdæminu hefir tala málm-
smiða færst niður um 60 °/o. Þar, eins og raunar al-
staðar í Rússlandi, er cements-gerðinni lokið; ekki
ein einasla verksmiðja eftir af 14 verksmiðjum, sem
áður voru. Að togleðurs-iðju störfuðu áður, samkv.
opinberum skýrslum, 32 þús. verkamenn, nú að eins
7,500, og er útlil fyrir, að alveg taki fyrir iðju þessa
af benzín-skorti að svo sem mánuði liðnum. (Hún
ætti því nú að vera hætt.) Steinolíu-vinslan er í
jafn-mikilli niðurníðslu og útlitið með vefnaðar-
iðnina er því nær jafn-ískyggilegt.
Þar eð öll samgöngutæki i ltússlandi eru ger-eyði-
lögð, er orðið svo erfitl að flytja korn, að hungurs-
neyðin lætur alslaðar til sín taka. Verkamennirnir
nenna ekki heldur að vinna lengur. Átta stunda
vinnutíminn er sumstaðar orðinn að átta stunda
verkfalli.
Þegar á fyrslu vikum Bolsjevíka-stjórnarinnar fóru
rán og spellvirki eins og flóðalda yfir landið. Menn
»rændu ráninu«, eins og Lenín komst að orði. —
Kenning þessari er lj'st þannig í hinni stuttu reifara-
sögu Charles Nodier’s: Jean Sbogar, 1918: Ránferð
fátæklingsins á hendur auðmanninum eru að eins
réttmæt skil á brauðmola eða silfurskilding, er þjóf-
urinn fær þeim aftur í hendur, er stolið var frá í
upphaíi. — Þetta er að vísu auðskilin, en nokkuð
fljótfærnisleg ,þjóðfélagsspeki‘!«