Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 135
tÖUNN |
og skýring þeirra.
129
kona, en orðið að hætta við. Gengur nú í skóla; fratn-
gjörn, dugleg við námið, en altaf lasin, altaf síveik.
kram úr hófi samvizkusöm, en siðferðilega og and-
lega einþykk. Er mjög veikluð á taugunum og sumir
partar líkamans altaf á iði. Líkist yfirleitt mjög
móðursjúkri konu; getur ekki setið kyr né heldur
einblínt á neitt, svo að unt sé að prófa sjónviddina;
hún er þó að líkindum eitthvað takmörkuð, en alt
cr þetta erfitt að rannsaka. Ekkerl lilfinningaleysi
> hörundinu né önnur líkamleg einkenni. — En hún
þjáist af viljabilun (aboulia), gelur ekki fengið sig
hvort heldur er til eins eða annars, þótt hana dauð-
langi til. Virðist þjást nokkuð af einhygli og þráhygh
um einslaka atburði eða hluti og verður þá fjarhuga
öllu öðru, þannig að athygli [hennar verður mjög ein-
skorðuð. Því er auðvelt að sefja hana (suggest) og
dáleiða og hafa áhrif á hana óbeinlínis á ýmsan hátt.
Þetta var nú fyrsta persónan eins og hún kom
lækninum fyrir sjónir í vökuástandi sínu, sem B I v.
Ef nú þessi persóna var svæfð eða dáleidd, þá varð
hún að B I s., sem að mestu leyti var sama per-
sónan og BI v„ nema hvað hún mundi ýmislegt
fleira en hún, l. d. bæðijþað, sem kom fyrir í vöku
hennar og svefnleiðslu, og tók eftir ýmsu og mundi
það, sem vökuvitund ghennar hafði ekki tekið eftir.
Að öðru leyti var þetta sama persónan, enda nefndi
hún sig aldrei öðru nafni og sagðist vera »ég sjálf«,
þótl hún svæfi.
En svo kom önnur persóna, ef dáleiðsluástandið
varð ofurlítið dýpra, skyndilega í ljós, og hún var
gagnólík þeirri fyrri. Hún vildi alls ekki kannast við,
að hún væri ungfrú B. og talaði um hana frá upp-
hafi vega í 3. persónu: »Hún« — þessi kjáni —
þessi skýjaglópur !«jr, Hún vildi ekki láta blanda sér
saman við hana. Nefndi læknirinn hana í fyrstu
B II eða Chris. (stytt úr Christine), en síðar tók
IOunn V. 9