Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 136
130
Svonefnd persónuskifti
1IÐUNN
hún sjálf uppnafnið Sally [BIII] eftireinhverripersónu,
sem ungfrú B. hafði lesið um. Þessi Sally birtist nú
fyrst í líki svonefndrar »undirvitundar«, er gat trufl-
að og haft ýms óþægileg áhrif á ungfrú B., dreift
huga hennar, er hún las, fengið hana til að fleygja
bókunum á gólfið, látið hana reykja vindlinga,
drekka vín og skrökva að sumum kunningjum sín-
um, en öllu þessu hafði B I hina mestu andstygð á.
Sally var og alt öðru vísi skapi farin en B I. Hún
var ungæðisleg og léttúðug og líktist helzt kátri og
stríðinni stelpu. Fyrst var hún eins og lokuð inni í
undirvitund B I (B III s., Chris.), en er henni tókst
að opna augun á ungfrú B., varð hún eins og að
sérstakri, sjálfstæðri persónu (B III v., Sally), er skift-
ist á við B I, og er þá alt öðruvisi en hún, bæði til
orðs og æðis. Hún þóttist muna alla ævi B I, bæði
i vöku og svefni, vera einskonar andlegur tvíburi
hennar. Hún sagðist aldrei vera veik, aldrei sofa og
taka eftir öllu þvi, sem hún vildi og kærði sig um.
En sér leiddist námfýsi og siðvendni B I, engilsins,
þessarar »heilögu« (The Saint), er hún svo nefndi.
Og hún vildi helzt hafa hana á burt úr likamanum,
gera út af við hana. Og hun hefði gert þetta, ef hún
hefði þorað, ef hún hefði ekki óttast að fara þá sjálf
sömu leiðina.
Fyrst framan af kom nú Sally að eins í Ijós sem
svonefnd undirvitund, er gaf sig til kynna með
því að skrifa ósjálfrátt í vöku eða með því að tala
í dáleiðsluástandinu (BIII). En þá tók læknirinn
eftir því, að hún var oft að nudda augun, sem auð-
vitað voru aftur, eins og til þess að fá þau opin,
enda sagði hún, að hún vildi fá að sjá með augun-
um eins og hin^ persónan. En þetta hræddist dr.
Prince, því að þá hugði hann, að hún mundi verða
að sjálfstæðri veru, er skiftist á við hina eiginlegu
sjálfsveru Miss B. og kæmi þá og færi eftir vild