Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 137
IÐL'NN ]
og skýring þeirra.
131
\
sinni. Þetta kom líka á daginn. Einu sinni, þegar
Miss B. var ein og var að láta sig dreyma dag-
drauma sína, eins og henni var títt, féll hún í leiðslu
og varð að Sally, og þá tókst Sally að vakna, að
opna augun. Þá varð hún að sérstakri yfirvitund
eða skiftivitund, sem skiftist á við Miss B. (B I), svo
að hún var nú ýmist eins og hún átti að sér, grand-
vör og stilt, eða eins og Sally, óprúttin og kærulaus.
Það fyrsta, sem Sally t. d. gerði, var að tilkynna
lækninum hingaðburð sinn, reykja tvo vindlinga,
Miss B. til stríðs, senda fyrv. kunningja hennar,
Jones, ástabréf og vekja svo Miss B. með því að
brenna hana á handleggnum. Og þegar Miss. B. varð
svo aum, að það varð að senda hana á spítalann,
lék Sally þá heilbrigðu manneskju þar, svo að hún
kæmist sem fyrst út aftur og var þá því nær slrokin
úr höndum læknisins til Evrópu.
Auk þess, sem Sally stundum lýsti sér í undir-
Yitund og stundum í einskonar skiftivitund við Miss
K., lýsti hún sér oft i einskonar samvitund, sem vissi
allar hugsanir og tiltinningar Miss B. og meira að
segja var með fullu ráði, er liin eiginlega Miss B.
svaf, dreymdi eða hafði óráð. Sally mundi alt, nema
hvað hún kunni ekki ýmislegt það, sem Miss B.
hafði lært, eins og t. d. frönsku og hraðrilun, af því
henni leiddist alt nám og var þá annars hugar. Og
hún varð enn þá hættulegri Miss B. fyrir það, hvað
úún gat stýrt gerðum hennar; hún gat bæði hamlað
henni frá að gera hitt og þetta, sem hana langaði
til (aboulia) og neytt hana til að gera ýmislegt, sem
benni var þvert um geð (impulsions) og þá fanst
aumingja Miss B. eins og hún væri haldin af ein-
úverjum »djöíli«, sem hún gæti alls ekki ráðið við.
Sally öfundaði líka Miss B. og hataði innilega
fyrir það, að allir höfðu hluttekning með henni og
vildu hjálpa henni á alla lund, en tóku hana aftur