Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 138
132 Svonefnd persónuskií'li [iöusS
sem einhverskonar lijáráðling og aðskotadýr. Pví
gerði Sally henni alt til skapraunar, sem hún gat.
tók af henni öll peningaráð og skamtaði henni af
því 2 —10 cents á dag, tók frá henni frímerki hennar,
safnaði köngurlóm og höggormum og sendi Miss B.
í kyrfilegum umbúðum, en þessum kvikindum hafði
Miss B. andstygð á; gerði ýmislegt á dul við hana
með því, að skrifa hinum og þessum og lofa þeim
ýmislegu i nafni Miss B. og síðast en ekki sízt lét
hún rigna yfir hana sjálfa bréfum og bréfiöppum,
sem hún stundum festi upp á veggina, fulla af
skömmum og ýmiskonar storkunum, svo að það
var við því búið, að veslings Miss B. misti vitið yíir
öllum þessum ófagnaði.
Pað var nú að bæta gráu ofan á svart, að alveg
ný persóna skyldi bætast við. En hún kom með
næsta undarlegum hætti. Þann 7. júní 1899, liðugu
ári eftir að Sally hafði komið til sögunnar, fékk
Miss B., skömmu eftir að hún kom heim um kvöldið,
af ástæðum, sem síðar skulu greindar, megnasta óráð,
svo að hún þekli ekki lækni sinn, er hann kom, en
tók hann fyrir Mr. Jones og hélt sig sjálfa vera
komna (5 ár aftur i tímann og vera hjúkrunarkonu
á spítala einum í Providence, þar sem hún þá hafði
verið. Hún hélt, að Jones hefði komið inn um glugg-
ann og varð mjög hrædd. Og er hún kom enn betur
til sjáifrar sín, mundi hún ekki neitl af því, seni
drifið hafði á dagana síðustu 6 árin, kunni ekki neitt
af skólalærdómi Miss B., svo sem frönskuna, sem
hún hafði numið á þessum árum, og vissi eiginlega
hvorki í þennan heim né annan fyrst í stað. Ekki
vissi B III (Sally) eða B I neitt unr þessa nýju þer-
sónu og hún ekki um þær. Það var rétl eins og liún
hefði dottið niður úr skýjunum eða hefði sofið síð-
ustu 6 árin, en einhver annar hefði lifað 1 stað henn-
ar allan þenna tíma. Og hún varð að beita allri sinni