Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 139
IÐUNN]
og skýring þeirra.
133
lægni til þess að fá að vita eitthvað um, hvað á dag-
ana hafði drifið þenna tíma, með því að spyrja þá,
sem umhverfis hana voru, spá sjálf i eyðurnar og
iáta þó ekki neitt á neinu bera. þetta var, eins og
gefur að skilja, ærið erfið aðstaða fyrir þessa ný-
'’öknuðu persónu, og er Sally komst að raun um
þessa miklu glompu í minni hennar, fékk hún megn-
ustu fyrirlitningu fyrir henni og skírði hana »Idiótinn«
eða Bjánann (B IV v.). B IV var, eins og vænta mátti,
tnjög dul og fámál um sina hagi og vildi ekki láta
troða sér of mjög um tær, lil þess að ekkert kæmist
npp, en fyrir bragðið nefndi Sally hana »bragðaref«.
& IV spertist eins og hún gat hæði á móti spurning-
um læknisins og athöfnum og ráðstöfunum hinna
þersónanna, er hún tók að verða þeirra áskynja, og
varð því mjög erfið viðfangs bæði fyrir lækninn og
Sally, sem nú sneri öllum sínum vopnum gegn henni.
Ekki vissi B I neitt um tilkomu B IV og skaul því
eftir sem áður allri skuldinni á Sally, en þetta gerði
alt örðugra og flóknara. Og nú tóku þessar þrjár
persónur að skiftast á: B I vissi ekkert beint hvorki
am B III né B IV; B IV vissi að eins lítið eilt um B I
°g ekki nema það, sem liún hafði getað orðið áskynja
öm líf hennar siðustu (? árin, og um B III (Sally)
'issi liún að svo komnu ekkert; en B III þekli B I
öt og inn, og eins það sem B IV hafðist að, en hún
Rat aldrei komist á snoðir um, hvað hún hugsaði.
Það var eins og þrír ókunnugir menn eða öllu held-
ur fjandmenn byggju í sama búk og vissu þó aðeins
ábeint hver af öðrum, nema hvað Sally vissi alt um
E I og hug hennar allan. B IV virtist að sumu leyti
heilbrigðari og eðlilegri en B I, svo að nú fóru að
renna tvær grímur á lækninn um, hver þeirra væri
hin upprunalega persóna. En til þessa varð hann að
hynnast þessari nýju persónu nánar og komast að
Því, hversvegna hún nú liafði brotist upp á yfirborðið.