Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 140
134
Svonefnd persónuskifti
[ IÐUNN
En því komst hann ekki að, fyr en um haustið,
því í sumarleyfinu léku nú þessar 3 persónur nokk-
urnveginn lausum hala til skiftis, til mikillar armæðu
fyrir aumingja Miss B ..., sem ekkert vissi af sér,
þegar hinar persónurnar voru uppi á teningnum, og
þá ekki heldur, livað þær höfðust að henni til miska
og svívirðingar, þá daga og jafnvel vikur, sem þær
voru frammi á sjónarsviðinu.
Sem dæmi þess, hversu þær gátu leikið lausum
hala og hvernig samkomulagið var, má nefna það,
að B IV lánaði peninga og lóaði verðmætum munum
í blóra við B I og án þess hún vissi nokkuð af, fyr
en Sally sagði henni það. Til þess nú að vinna af
sér skuldina, vistaði Miss B. sig sem frammistöðustúlku
á matsöluhúsi í New Haven, þótt henni þætti það
leitt. Sally lét sér þetta vel líka sem hverl annað
ævinlj'ri; en B IV reis öndverð gegn þessu og sagði
upp vistinni eftir 2 daga, pantsetur úr B I, sem B I
raunar hafði að láni, og fer lil Boslon. Þar kemur
Sally þeim fyrir og símar eftir dr. Prince, þegar B I
er staðráðin í því að drepa sig á gasi til þess að
binda enda á mótlæti sitt.
Þegar nú Miss B., svona á sig komin, komst aftur
undir læknishendur um haustið, hafði læknirinn loks
upp á orsökinni að síðustu persónuskiftunum með
þvi að spyrja allar persónurnar spjörunum úr og
bera síðan saman bækurnar. Þá kom það á daginn.
að B IV var einskonar persónuslitur úr hinni upp'
runalegu Miss B., er sofið hafði um 6 ára skeið, en
B I það, sem lifði eftir af henni sjúkt og vanheilt.
En orsökin til þess, að B IV vaknaði til lífsins aftur,
var atburður sá, sem nú skal greina:
Árið 1893 hafði Miss B. verið hjúkrunarkona a
sjúkrahúsi einu í Providence. Hugur hennar hafði
altaf staðið til þessa. Kvöld eitt í ágústmán. gekk
þrumuveður. Þá hafði einn sjúklingurinn flogið a