Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 142
136
Svonefnd persónuskifti
1IÐUNN
hún komst í, hafði valdið þessum persónuskiftum
og vakið B IV til lífsins aftur.
En hver var nú hin eiginlega Miss B., B I eða B IV?
Eða var það hvorug þeirra eða þá þær báðar til
samans? Hér var úr vöndu að ráða og langt áður
en komist yrði að ákveðinni niðurstöðu. Því að hvor
vildi bola annari burt, og þó varð nú stríðið heitast
milli Sally (B III) og B IV. Pað varð barátta upp á
líf og dauða, því að B IV var miklu harðari i horn
að taka en B I, og siðast lögðust þær báðar á hana
og vildu sálga henni.
Þann 5. nóv. 1899 gerði dr. Prince eða þó öllu
heldur Sally merkilega uppgötvun á Miss B. Hún var
þá hjá lækninum og brej’ttist fyrst i B IV; þá kom
Sally í ljós; svo var hún dáleidd og dr. Prince ætlaði
að fara að blása henni einhverju í brjóst, en þá vaknaði
Sally aftur, kom fram á sjónarsviðið eins og fjárinn úr
sauðarleggnum og sagði með miklum ákafa: »Heyrið
þér, dr. Prince! ég kem til þess að segja yður, að
ég held að Bjáninn (B IV s.), þegar hann er dáleiddur,
sé sama persóna og B I, þegar hún er dáleidd (B I s.),
því að ég veit allar hugsanir Bjánans, þegar hann er
dáleiddur, eins og B I, þegar hún er svæfð. t*að getur
verið, að mér skjátlist í þessu, en ég held þó ekki.«
Og daginn eftir reit hún lækninum: »Byrjið á Miss
B. og Bjánanum og kallið þær nr. eitt og tvö. Hvor
þeirra um sig verður, þegar þær eru dáleiddar, að
þrjú, og þessi þriðja persóna man alt úr lifi þeirra
beggja, bæði eitt og tvö. Getur maður þá ekki kallað
nr. þrjú þá eiginlegu, fullkomnu Miss B?« Petta var
rétt athugað af Sally; en meinið var, að þegar þessi
persóna, nr. 3 (B II s.) var vakin, varð hún ýmist
að BI eða B IV, og stundum vissi hún, er hún
vaknaði, hvorki í þennan heim né annan. En það
var nú raunar, eins og síðar mun sýnt, Sally að
kenna, af því að hún hélt, að sér mundi sjálfri lokið,